17.5.2008 | 22:54
Það er þetta með að fara úr fötunum...
"Vilma, ég skal FRELSA þig", æpti líffræðingurinn, stökk að mér og byrjað að rífa utan af mér kjólinn sem ég var. "Þetta var nú full mikið...", heyrðist í vinnufélaga mínum sem trítlaði framhjá á meðan gjörningurinn átti sér stað. Ég stóð hinsvegar alsæl og beið eftir að líffræðingurinn næði öllum kjólnum. "Það er þykkara í þessu en ég hélt... ", sagði hann um leið og hann náði að rífa kjólinn í sundur og afgangurinn féll í gólfið.
Þvílíkur léttir! Ég gat andað aftur... og hreyft mig. Ég þakkaði pent fyrir aðstoðina, tíndi upp rifurnar af gólfinu og lagði þær til hliðar. Nær allan daginn hafði ég dröslast um í þessum kjól og ég var svo fegin að vera komin úr honum. Rósóttur, gulur og appelsínugulur, kjóll úr þykku og þungu lérefti, eða eiginleg bara útbúnum úr eldhúsdúk. Allt gert fyrir liðið! Undir þessum fallega kjól var ég hinsvegar fullklædd. Þegar við bætum við að ég er heitfeng verður útkoman sú að ég var búin að vera að kafna allan daginn.
Í gær var vordagurinn í vinnunni minni. Þá bregðum við á leik, skiptum okkur í lið og keppum í hinum ýmsu greinum á milli þess sem við skemmtum okkur. Ég hef ágætis keppnisskap og ætlaði ekki að sætta mig við neitt annað en verðlaun í ár. Í fyrra leiddi ég bleika liðið mitt í annað sæti - það voru nokkur vonbrigði. Ég mætti því á fyrsta fund með gula liðinu í ár agalega spennt. Og áður en ég vissi af hafði ég tekið að mér hópstjórnina aftur. Ég held ég hljóti að vera óskaplega góður hópstjóri... það bara hlýtur að vera... og með það í huga rak ég liðið mitt sem var skipað frábæru fólki áfram. Keppni fyrir keppni. Og á endanum uppskárum við þennan líka forláta gyllta verðlaunagrip og við nokkuð sátt bara.
Ég kom hinsvegar heim með verkefni. Jebb. Þegar við fórum að taka þátt í hlaupum og hoppkeppnum í dag ákvað ég að fara úr kjólnum á meðan. Það er meiriháttar verk (og ástæða þess að líffræðingurinn ákvað að rífa hann bara utan af mér seinna um kvöldið)... og þegar ég hafði alein og hjálparlaust lokið við að koma mér úr kjólnum leit ég upp og mætti forviða augum allra liðsmanna minna. "Þetta var nú ekkert sérstaklega þokkafullt", stundi einn uppúr sér. "Nei, sagði annar.. þetta var nú ekki sexý" "Ég hef séð flottari aðfarir", hélt sá þriðji áfram með. Þannig að það liggur ljóst fyrir að næsta verk hjá mér verður að æfa mig að fara þokkafullt úr fötunum. Sé fram á stífar æfingar á næstu kvöldum fyrir framan spegilinn!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
ohh má ég koma og fylgjast með æfingum haha haha haha haha
til lukku líka með gyllta gripinn
Rebbý, 17.5.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.