Hvað var ég aftur að gera?

Ég settist ákveðin við tölvuna í dag. Já, ég ætlaði að drífa af og klára ákveðin mál, þá ætti ég allan daginn lausann til að loka mig inní fundarherbergi með Elínu sem var komin alla leið frá Akureyri að hitta mig. Svo byrjaði ég að vinna. Og vinna. Svara símanum. Svara skilaboðum. Svara tölvupóstum. Hringja. Skilja eftir skilaboð. Senda tölvupósta. Forrita skýrslur. Grafa í gögnum. Klára söngbókina fyrir vordaginn. Læra á nýtt kerfi. Lána sálfræðingnum tölvuna mína og ýta honum í gang með verkefni - ég er sko að hækka útsöluhlutfalið hans. Lána SÖM tölvuna mína og koma honum í tengingu. Lána líffræðingnum tölvuna mína og passa að hann færi sér ekki að voða um leið.

Svo var eyjamaðurinn í landi líka í dag. Ég varð að hanga með honum. Blaðra við hann. Stilla saman strengi. Við erum enn nátengd og alveg saman í liði.

Þegar dagurinn var búinn hafði ég skilað 10 tíma vinnudegi - en náð að vinna kannski 4 með Elínu... ef það var svona mikið. "Ég þarf að fá þig norður", sagði hún og stundi um leið. Held að henni finnist ég alltof vinsæl og tölvan mín líka óvenju vinsæl. "er eitthvað sérstakt við hana?", spurði hún og leit yfir öxlina á tölvuna. Ég hristi kollinn, enda er ég með eina elstu tölvuna í fyrirtækinu. Hún hlýtur bara að hafa góðan persónuleika...

Á morgun ætla ég að vera ofsa dugleg að vinna með Elínu og vinna upp allan tíman sem fór í aðra vinnu í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

En bíddu, er ekki vordagurinn á morgun? verður þá eitthvað unnið?

Aumingja Elín, segja nei við sálfræðinginn og já við Elínu

Snjóka, 15.5.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Vilma Kristín

Ég er í bjartsýniskasti eftir þennan stutta tíma í dag með dugnaðarforkinum Elínu... ekki sprengja sápukúluna mína. Ég verð víst voða voða duglega á morgun og veiti Elínu alla þá athygli sem hún á skilið. Til vara þá buðum við viðskiptavini að vera með okkur svo ég gæti ekki stungið af í öll hin erindin ;)

Vilma Kristín , 15.5.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband