Þá skal ég hundur heita

Það er hundur í mér þessa dagana. Hann kemur og fer, leggst niður og sefur og sprettur svo skyndilega fram þegar ég á síst von á honum. Og þetta er óþekkur hundur sem ég ræð ekkert við. Eina mínútuna er ég brosandi og kát. Næstu mínútuna skeyti ég skapi mínu á næsta manni.

"Aldrei fara út aftur....", grátbað ég aumingja líffræðinginn sem fær að njóta þess að sitja við hliðina á mér vinnunni... njóta þess, or not... hann á horfði á mig með furðusvip, rétt nýsestur í sætið sitt eftir klukkutíma útréttingar. Sat og fékk yfir sig allar sögurnar af því sem mér hafði tekist að gera á meðan hann var í burtu. Hvern ég hafði móðgað. Hverja ég hafði komist uppá kant við. Samskipti mín og sálfræðingsins sem einkennast af því að ég skil allt á versta veg, hann sálfræðast og ég misskil. Þarna sat ég og skyldi ekki hvernig mér hafði tekist allt þetta á ekki lengri tíma. Líffræðingurinn virtist vera enn meira hissa og lofaði að skilja mig ekki eftir eftirlitslausa á næstunni.

Hundurinn lagðist til svefns og káta Vilma fór að vinna. Nú myndi ég ekki koma mér í meiri vandræði, eða verða mér meira til skammar, í dag. En viti menn. Hundurinn var bara að þykjast sofa og stökk svo fram og gjammaði að vinnufélaga mínum. Líffræðingurinn andvarpaði og gerði athugasemd við að forritarinn væri svona þurr á manninn. "Óþekkur hundur", æpti forritarinn inni í sér á hundinn og reyndi að vera auðmjúk að utan. Æ, æ, forritarinn ætlaði ekkert að vera þurr og dónalegur... það var bara hundurinn. Helvítis hundurinn sem fær forritararnn til að fá allskonar hugmyndir og jafnvel framkvæma þær.

Langur og hressandi göngutúr með Snjóku um óravíddir Breiðholts þreytti hundinn sem lagðist til hvílu. Lagðist til hvílu nógu lengi svo ég kæmist heim en svo hrökk hann upp með andfælum og reyndi að bíta heimasætuna sem stökk fimlega undan og otaði sínum eigin hundi fram. Minn hundur er stærri og geltir hærra. Ekki að það sé neitt til að vera stoltu af.

Nú er ég búin að ræða alvarlega við hundinn undir fjögur augu. Hann lofar að vera stilltur á morgun, annars fær hann ekkert bein. Hann ætlar að haga sér svo ekki þurfi að skamma hann í vinnunni. Hann ætlar að vera góður við þá sem hann var dónalegur við í dag. Hann ætlar að vera til fyrirmyndar.... eða kannski ætla ég bara að reyna að komast í gegnum einn dag án þess að móðga einhvern eða særa... það er bara ágætist plan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

Þessi hundur er nú fljótur að sofna ef maður veitir honum enga athygli og heldur sínu "gleði"striki

Snjóka, 14.5.2008 kl. 08:17

2 identicon

Skjótann bara ;)

Bibba (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 09:39

3 identicon

Þú verður lokuð inni í glerbúri á morgun þannig að þú nærð ekki að móðga neinn nema mig ;-) Hundurinn verður rekinn út með harðri hendi (skotinn, skv. Bibbu).  Annars verður þú að fara að verja þig betur fyrir sálfræðingnum, mér og öllum hinum sem hlöðum á þig verkefnum (þú ert bara svo vinsæl góða mína).  Held að þetta með að læra að segja nei sé enn mikilvægara en áður.  En þú mátt samt ekki segja nei við mig  hehehehehhe

Elín (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 19:16

4 Smámynd: Rebbý

NEI - förum saman á nei námskeið í útlandinu

Rebbý, 14.5.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband