12.5.2008 | 21:21
Ekkert
HVernig getur maður eytt þremur dögum í bara alls ekki neitt? Úfff... Ég þurfti að þrífa. Ég þurfti að taka til. Ætlaði að spila heilmikið. Ætlaði að lesa. En nú eru dagarnir búnir og ég hef ekkert gert. Ekkert. Hér er meira drasl en áður. Meiri skítur en áður. Búið að spila einn veiðimann sem telst ekki mikið. Bara búið að lesa vefmiðlana en ekkert af bókunum sem bíða inní herbergi.
Ég er búin að horfa á Kíkí mína, örugglega í nokkra klukkutíma. Hún er alveg að blómstra - ja eða þannig - hún er enn jafnljót og ekkert lík fugli en hún er farin að hlaupa um á prikinu sínu og skrækja og tjá sig. Farin að hanga á rimlunum og spjalla við Trúls. En það afsakar ekki iðjuleysið í mér. Allsekki. Hverskonar afsökun er það? Ég gat ekki þrifið því égvar að horfa á gallaða gárann minn... Svo eyddi ég alltof mörgum klukutímum í að sofa og hvíla mig og leggja mig og slappa af... og og... hvaða fleiri orð get ég notað yfir það að vera löt?
Nei þetta var hvítasunnuhelgin sem ég gerði ekkert.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Stundum þarf maður að gera ekki neitt, má ekki gleyma að njóta þess líka
Snjóka, 12.5.2008 kl. 22:06
ég er rosalega ánægð með þig kellan mín ..... var komin tími á svona letihelgi hjá þér
Rebbý, 12.5.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.