Hvar er gormurinn?

Ég er mjög fötluð á mörgum sviðum og allskonar þarfir og kæki. Lofthræðslan er eitt af því sem telst eiginlega fötlun. Hún er slík að hún getur lamað mig og jafnvel hamlað mig í að gera hluti. Ég reyni að láta hana ekki hafa áhrif á daglegt líf og yfirleitt tekst það.

Annað sem einkennir mig líka er það að ég er óskaplega handóð. Ég þarf alltaf að vera að koma við eitthvað. Snerta og handfjatla. Líður mikið betur með eitthvað í höndunum. Oft kemur þetta út eins og ég sé að fikta... en það er ég alls ekki að gera. Ég bara ræð ekki við mig. Engan veginn. Áður en ég veit af er ég búin að grípa eitthvað og velti því um í höndunum.

Og þessvegna hef ég komið mér upp hjálpartækjum í vinnunni. Fyrst kom herðatréð. Mikið elskaði ég þetta herðatré! Ég haldið á því allan daginn, strokið því. Í einhverjum flutningunum glataðist það. Og ég grét. Ég reyndi marga hluti en ekkert kom í stað herðatrésins. Stundum þegar ég var alveg viðþolslaus fór ég inn til sálfræðingsins og fékk að handfjatla stressboltann hans. Mmmmm.

Svo kom það sem virtist ná að koma í stað herðatrésins. Já, gormurinn kom til sögunnar. Fyrst einn, svo annar. Og þeir höfðu einhver töfraáhrif. Ég átti annan, líffræðingurinn sem virðist vera haldinn sömu þráhyggju átti hinn. Það sem var notalegt að halda á gorminum. Það sem hann veitti mér mikla ró. Svo stal einhver gorminum. í alvöru. Sumir hafa spurt mig af hverju ég fengi mér ekki nýjan. Það er fólk sem skilur þetta ekki. Það kemur enginn gormur í stað hins. Þessi var einstakur.

Þá var það boltinn sem ég fékk á ráðstefnu útí Kaupmannahöfn. Ég dró tvo heim, ég á annan.. hinn afhenti ég líffræðingnum. Boltana eigum við enn. Mikið notaðir. Stundum skiptumst við á þeim. Stundum kreisti ég minn. Stundum hendi ég honum uppí loft. Stundum bara held ég á honum. Þá er ég örugg. Þá líður mér vel.

Svo birtist það sem er kannski skrítnasti hluturinn. Prinsinn minn færði mér smá garnspotta. Appelsínugulann. Ekkert merkilegan. Nei, bara appelsínugulan spotta með smá hnút á öðrum endanum. Og ég dýrka spottann. Elska hann. Ekkert róar mig eins mikið og að renna spottanum á milli puttanna. Þegar ég er mjög stressuð tek ég hann jafnvel með á fundi og strýk honum. Oft með augngotur viðstaddra á mér. En mér er sama, ég er með spottanum mínum. Stundum lána ég hann í stutta stund, enda hefur hann svo róandi áhrif.

Prinsinn heldur áfram að gleðja mömmu sína og skilur hana svo mikið. Nýjasta nýtt í vinnunni eru steinarnir mínir. Nú á ég 4 litlar steinvölur. Mjúkar og fallegar. Og það er svo gott að halda á þeim í lófanum. Og þær eru svo margar að ég get deilt með mér. Steinar rokka, aldeilis heilmikið. Svo nú er ég nokkuð örugg... ég á boltann, spottan og steinvölurnar. Nóg að halda á, nóg að handfjatla, nóg til að róa mig. Hjúkk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

Gott að hafa eitthvað til að handfjatla.  Tel hins vegar ekki ráðleggt fyrir þig að fara of oft inn til sálfræðingsins til að handfjatla bolta, kemur alltaf út með einhver verkefni þaðan sem eykur álagið 

Snjóka, 8.5.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Rebbý

æj þú ert bara snilld

Rebbý, 8.5.2008 kl. 23:31

3 identicon

Já.   Það er enginn eins og þú :)

Bibba (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband