7.5.2008 | 21:23
Tilræði við forritara
Um leið og tölvumaður opnaði dyrnar vissi ég að ég var í vandræðum. Miklum vandræðum. Alveg svakalegum vandræðum. Sko þarna höfðum við vöruhúsaálfarnir (ég og líffræðingurinn) trítlað á eftir tölvumanninum langa ganga, þrætt allskonar stíga, sneytt fram hjá vélum og fólki, fetað okkur framhjá kössum og brettum. Farið dýpra og dýpra inní völundarhús viðskiptavinarins. Skyndilega tók tölvumaðurinn krappa beygju, skokkaði að ósköp sakleysislegri hurð, reif hana upp og smeygði sér inn fyrir, léttur á fæti. Og þar vorum við stödd þegar ég áttaði mig á í hversu miklum vandræðum ég var.
Fyrir innan hurðina var nefnilega eiginlega bara hyldýpi. Örugglega 5 metrar niður á steypt gólf. Og allt sem var hægt að gera var að stíga út á grófa járngrind sem lét lítið yfir sér. Grindin myndaði mjóar en langar svalir sem þurfti að fikra sig eftir til að komast að stiga sem var líka úr svona grófri grind. Þið skiljið mig er það ekki? Svona grind með ósköp víðum möskvum svo maður horfir beint niður á gólfið sem er 5 metrum neðar. Þetta er eiginlega eins og að stíga bara á ekki neitt þetta er svo ómerkileg grind.
"Shit!", hugsaði ég og horfði á eftir tölvumanninnum svífa eftir grindinni.. einn, tvo, þrjá... örugglega fjóra metra.. að stiganum... Fjóra langa metra hangandi í lausu lofti. Með tölvumanninn að hverfa og líffræðinginn andandi ofan í hálsmálið á mér ákvað ég að láta mig hafa það. Andskotinn. Hvað getur svo sem gerst. Ákveðin inní mér en hikandi á yfirborðinu steig ég varlega út á grindina. Hjartslátturinn jókst. Ég lokaði augunum, kyngdi og teygði hendurnar í handriðið. Eitt skref komið. Og með öllum mínum viljastyrk færði ég hinn fótinn fram og var komin tvö skref inná glannalega grindina. Reyndi að hugsa ekki um bráðan dauða minn ef ég hrapaði. Reyndi að horfa ekki niður. Og í þokkabót á háum hælum. Shit. Og þarna fraus ég. Já, fraus. Komst alls ekki áfram og ekki aftur á bak heldur því þar var spenntur líffræðingur sem vildi endilega halda áfram eftir grindinni, komast niður stigann.
Það varð mér til lífs að tölvumaðurinn snéri sér við þar sem hann var kominn í stigann, horði á mig með furðusvip, skellti svo uppúr og spurði: "Þið eruð ekkert lofthrædd er það?" "Jú....", vældi ég, hangandi í handriðinu með líffræðinginn flissandi bak við mig. "Jú, við erum lofthrædd....", hélt ég áfam. "Við getum farið aðra leið" sagði tölvumaðurinn og snéri við upp stigann og steig inná grindina. Dauðfegin byrjaði ég að baka... öll þessi tvö skref.. með hjartsláttinn á fullu. Ég get ekki lýst hversu fegin ég var að sleppa úr þessari dauðagildru. "Þegar þú fraust var ég að spá hvað ég ætti að gera. Hvort ég ætti að ýta þér áfram", stundi líffræðingurinn uppá milli þess sem hann skellti uppúr. Ég reyndi að senda honum slæmt augnaráð. Svo emjuðu Líffræðingurin og tölvumaðurinn af hlátri, uppfullir af eigin karlmennsku og hugrekki. Ég reyndi að halda andlitinu og brosa hæversklega og segja mér í huganum að það væri í raun styrkleikamerki að viðurkenna veikleika sinn. Ég er í rauninni því rosalega hugrökk. Þó ég hafi kannski ekkert ætlað að viðurkenna heldur neytist til þess frosin föst á grindinni.. jú, ég er víst hugrökk...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Það væri kannski sniðugt að fá afnot af grindinni þeirri arna til æfinga. Eitt skref í dag og tvö á morgun og svona ... hvað segði sálfræðingurinn um það ?
Bibba (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:42
það er styrkleikamerki að játa veikleikana, en sterkust verður þú þegar þú byrjar að vinna á þeim ...
Rebbý, 7.5.2008 kl. 21:59
Hmmm, best að panta tíma á morgun hjá besta sálfræðingnum.... hann sannfærir mig örugglega um að það sé mín eigin hugmynd að þramma á svona manndráps grindum
Vilma Kristín , 7.5.2008 kl. 21:59
Æfingin skapar meistarann!
Snjóka, 7.5.2008 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.