6.5.2008 | 22:38
Aum frammistaða
Í upphafi árs voru ljónin sjálfsörugg og ánægð með sjálfa sig. Þetta átti að vera ár ljónsins. Ár breytinga, ár lífsins, ár skemmtana, ár brotinna bindinda. Og já, árið byrjaði svo sem vel það var trallað og tjúttað... mikið gaman. Þegar meyjur fóru að pota í ljónin og spyrja hvernig var með bindindin, ætti ekki að fara að ráðast á þau, tæta þau niður? Þá hristu ljónin kollana og hlógu. Nógur tími! Árið rétt að byrja! Hvaða vitleysa er þetta.
Svo fóru ljónin að vinna. Og vinna. Og vinna. Unnu sig útí ofþreytu og veikindi. En fundu samt tíma til tralla og tjútta inná milli. Og meyjur spurðu ljónin um bindindin sem átti að brjóta. Ljónin hlógu og hristu kollana. Nægur tími, ekki svo langt liðið á árið. Ljónin eru of þreytt til að standa í einhverjum svona málum. Betra að halda bindindin þar til ljónin eru búin að hvíla sig.
Og ljónin eru enn að vinna. Og enn að finna tíma til að tralla og tjútta svona öðru hvoru. Og meyjur finna enn tíma til að pota í ljónin og spyrja um stráka og bindindi sem á að brjóta. Og ljónin hrista kollana og hlægja. Nei, ljónin eru þreytt. Ljónin hafa of mikið að gera. Ljónin hafa fullt af tíma eftir af árinu.
Meyjunum grunar að ljónin séu að draga tímann, að ljónin séu að finna afsakanir, að ljónin séu hrædd, að ljónin séu klaufar. Og það er allt rétt hjá meyjunum. Svo meyjurnar taka til sinna ráða og boða nokkur ljón í bindindi á námskeið. Endurhæfingarnámkeið. Ljónin hlægja og hrista kollana og boða sig á námskeið. Og þakka fyrir hvern dag sem þau geta notað það sem afsökun. Nei, ekki hægt að hleypa neinum inní líf sitt... ljónin eiga eftir að fara á námskeið. Ljónin geta ekki farið aftur á "markaðinn", þau eru ekki búin að fara á endurhæfingarnámskeiðið. Meyjur hóta að fara í bindindi líka. Ljónin hrista kollana og hlægja. Hlægja hátt. Meyjur þurfa að fara á námskeið í bindindi til ljóna. Ljónin kunna það.
Og nú er vel liðið á árið. Ljónin passa enn að hleypa engun nálægt sér. Hlaupa í burtu ef yrt er á þau. Snúa uppá sig með snúð ef þeim er boðið í dans. Og árið heldur áfram að líða og pressan eykst. Ár breytinga flýgjur áfram - án nokkura breytinga... Já, frammistaðan er aum... og tími til kominn að ljónin fari að hugsa sinn gang. Áfram ljón!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
já sorglegt að ljónin skuli hafa snúið meyjunni yfir í bindindi bara líka .... spurning hvort meyjan haldi það út eða frelsist á ný og nái að halda námskeiðið
Rebbý, 6.5.2008 kl. 22:42
Sannleikur í hverju orði í þessum pistli
Held að námskeið sé nauðsynlegt til að vinna á þessari síþreytu, um helgina?
Snjóka, 6.5.2008 kl. 23:13
Bara að snúa þessu upp í keppni. Þá vinna ljónin :)
Bibba (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.