Þar sem fuglarnir syngja

Í gærkvöldi sofnaði ég við söng í furðufugli. Jebb, heimasætan kíkti á myndbandið sem sýndi skemmtiatriði deildarinnar minnar á árshátíðinni og var fljót að fá annað lagið á heilann. Svo dreif hún sig í sturtu og söng þar hástöfum. Kom úr sturtu, enn syngjandi. Fór inní herbergi að hanga í tölvunni án þess að sleppa úr takti úr laginu. Já, hún var gjörsamlega komin með Moskvunætur á heilann. Af öllum lögum í heiminum fær hún rússneskt lag á heilann. Reyndar mjög fallegt rússneskt lag.... Minnti dálítið á mig og líffræðingin þegar við heltum okkur útí gagnasöfnun fyrir skemmtiatriðið og sungum bara rússnesk lög í viku... En ég er sko ekkert að kvarta það var bara notalegt að sofna við sönginn hjá litla furðufuglinum mínum.

Í morgun vaknaði ég og trítlaði fram. Og mér mætti söngur. Kannski ekki rússneskur en skemmtilegur söngur engu að síður. Perla söng og söng...ja, eða kallaði í búrinu sínu. Trúls tók undir með sinni undurfögru rödd og raddaði því lagið með henni. Kíkí hafði sig svo sem lítið í frammi en eftir smá tíma heyrðist smá píp í henni, hún kom inní lagið sem svona bakraddarsöngkona. Það er ekkert eins hressandi og að koma fram úr og beint inní fulglasöng.

Í vinnunni tók svo næsti fugl við og raulaði fyrir hin ýmsu lög í dag og náði á endanum að senda mig heim með alveg nýtt lag á heilanum. já, söngurinn fylgir mér um allt... ekki leiðinlegt það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gjafahugmynd :   The best of Ivan Rebroff :)

Bibba (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:35

2 Smámynd: Rebbý

ekki leiðinlegt að hafa lífið fullt af söng .... það er merki um hamingju í mínum huga
verð að fara að kíkja yfir og sjá árshátíðarvídeóið

Rebbý, 6.5.2008 kl. 19:31

3 Smámynd: Vilma Kristín

He, he... Þetta með Ivan Rebroff... á hann.. auðvitað...

Vilma Kristín , 6.5.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband