Eru ekki fiðrildin falleg?

Ein uppáhalds hugmynd sem ég hef heyrt í bíómnd heyrði ég um daginn. Á barnamyndinni Horton. Ég og heimasætan endurtókum setninguna samstundins, gripum báðar hugmyndina um leið. Hún er á þá leið að í draumalandinu eiga allir pony, borða regnboga og kúka fiðrildum. Vá, þvílík hugmynd. Þvílíkur heimur. Og ég þarf á svona hugmyndum að halda. Öllu svona léttu og skemmtilegu.

"Rainbows and butterflies..." söng maðurinn í útvarpinu í dag. Ég leit á heimasætuna, hún á mig og við skelltum báðar uppúr. Litlu hlutirnir get glatt mann og lyft manni upp. Og núna í miðju "operation lift me up" er tilhugsunin um að jappla á regnboga og kúka svo fallegum flögrandi fiðrildum skemmtileg.

Annað skemmtilegt er að litli gagnrýnandinn minn í aftursætinu sem helst vildi að mamma myndi bara ekkert syngja með útvarpinu hefur snögglega skipt um skoðun. Og skipt um lið. Já nú syngur hann með hástöfum aftur í. Heimtar að heyra fleiri lög, hærra stillt og að við syngjum meira. Svo syngjandi hástöfum förum við um bæinn með gluggana opna og með vindinn í hárið... Lífið er ljúft... ja, allavega vona ég að ef ég segi það nógu oft fari ég að trúa því...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ég trúi þér alveg - getur ekki annað en verið ljúft í Rúnu með ykkur syngjandi í sumarvindinum

Rebbý, 5.5.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband