2.5.2008 | 21:15
Með réttindin á hreinu
Prinsinn minn kom hlaupandi inn rúmlega sjö í gærkvöldi og hrópaði um leið: "Mamma, ég má vera úti til tíu!" Greinilega vel upplýstur um réttindi barna og unglinga... og mikið rétt hjá honum, í gær lengdist útivistartíminn. En hvernig prinsinn komst að þessu veit ég ekki. Hitt er svo annað mál að ég á ærið verkefni fyrir höndum það er að fá drenginn til að fallast á þá staðreynd að það er ég sem ræð útivistartímanum... og ég má alveg skipa honum inn og uppí rúm fyrir þennan tíma. Hann horfir bara á mig tómum augum og hristir hausinn yfir þessum biluðu hugmyndu mömmu gömlu.
Í gær drifum við okkur í keilu með heimasætunni, kennaranum og kattadómaranum. Þvílík snilld. Ég og kennarinn urðum lélegri og lélegri eftir því sem á leið, kattadómarinn varð betri og betri. Prinsinn brilleraði og heimasætan setti met í að kasta í grindurnar (sem litlu börnin urðu að hafa uppi...). Alveg vorum við til fyrirmyndar... ja, það er að segja þanngað til ég og kennarinn létum okkur detta í hug að við gætum "lagað" leikinn en þurrkuðum hann í staðinn út. Það tók 45 mínútur að fá brautina aftur í lag og leikinn aftur í gang. Þegar við fórum að plana næstu ferð krosslagði prinsinn hendurnar og sagði ákveðinn: "Þá fær Hrund EKKI að koma með... Hún skemmdi leikinn!" Kennarinn horfði á hann til baka og spurði hvort hann væri ekki að grínast. Eftir nokkrar umræður samþykkti hann með semingi að óþekktarormurinn Hrund fengi að koma með - en með því skilyrði að hún myndi aldrei skemma leikinn aftur.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Híhí. Á meðan enginn segir honum frá mannréttindadómstólnum.... :/
Bibba (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 23:38
Má ég koma með í keilu?
Snjóka, 4.5.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.