30.4.2008 | 00:27
Alltaf eitthvað að gera
Jæja, nú held ég að það sé kominn tími til að hætta að vinna og fara að leggja sig. Ég þurfti samt að beyta mig hörðu að slökkva á tengingunni í vinnunni... Langaði svo að gera bara eitt í viðbót... og svo eitt.... Verst þó þegar maður hittir á viðskiptavin sem er að vinna á sama tíma og ég. Gleymdi mér alveg í tölvupóstsamskiptum við hann - og fékk um leið marga punkta fyrir að vera svona "dugleg" að vinna fyrir hann um miðnættið. Veit ekki hvort okkar er bilaðra.
Annars var þetta svona endalaus og þreytandi dagur. Byrjaði með hamagang og látum í morgun. Þegar loksins kom hádegi var ég búin að sinna fjórum bráðaverkefnum og fara á einn fund... en ekki búin að gera neitt af því sem var á dagskrá. Vinnan eftir hádegi var ekkert mikið skárri.
Ég rétt náði að renna heim og láta skipta um dekk þar sem nagladekkin mín voru ekki lengur "in", áður en byrjað var að hringja í mig heim. Klukkan sjö var ég búin að tala í meira en klukkutíma í símann við viðskiptavini og önnur hugbúnaðarhús og kvöldið rétt að byrja. Náði svo að eyða kvöldinu í að gera meirihlutann af því sem ég átti að vera að gera í dag en komst ekki í.
Spennandi dagur á morgun með fullt af litlum verkefnum, tveimur gangsetningum og svo öllu þessu óvænta. Get ekki beðið... eða þannig... væri alveg til í eins og eina rólega viku... eða einn frídag...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Guði sé laun fyrir svona dugnaðarforka eins og þig. Einhverjir verða að vinna svo við hin, - letipúkarnir getum verið í fríi :)
Bibba (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 23:06
kona góð - pantaðu þér frídaginn og njóttu hans
Rebbý, 4.5.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.