27.4.2008 | 23:36
Jebb, jebb, jebb
"Hvenær kemurðu heim?", spurði ég heimasætuna í gegnum símann. Svo útskýrði ég fyrir henni að Perla saknaði hennar og ég gæti eiginlega ekki farið að sofa. Ég gafst upp um hálf níu og sótti Perlu dísargauk inn til heimasætunnar og stillti henni (eða búrinu sko) upp við hliðina á búrum Trúls og Kíkíar. Perla sem var búin að skrækja og skrækja inní herbergi snarþagnaði. Hóf svo aftur upp raust sína um hálf tíu leitið en þá settist prinsinn niður og blístraði fyrir hana. Jebb, Perla er athyglissjúk... í meira lagi... en gullfalleg og gæf.
Kíkí virðist ætla að leggja sig fram við að jafna sig hinsvegar. Hún svarar ekkert köllunum frá Trúls. Í staðin eyðir hún drjúgum tíma í að sitja á prikinu og hvíla sig. Á milli þess prílar þetta grey á einhvern bögglaðan hátt niður í matardallinn og hakkar í sig eggjafæðið. Heimasætan aumkaði sig yfir fiðruðu hrúguna og færði spegilinn hennar alveg að prikinu svo hún þurfi ekki að hoppa - heldur getur labbað beint að speglinum. Ég held ég hafi næstum séð Kíkí brosa... Annars líður henni örugglega vel hjá okkur, hún er aðeins farin að leggja niður fjaðrirnar á hausnum, annars líkist hún lítið fugli - enda með beyglaða vængi og ekkert stél. Jebb, hún er ekkert nema fiðraður og úfinn hnoðri - en samt algjört krútt.
Prinsinn minn sýndi svo listrænu hliðina um helgina þegar hann brilleraði alveg í mósaík gerð hjá Snjóku. Ja, auðvitað finnst mér að hann hafi brillerað. Allavega sat þessi fjörkálfur alveg kyrr og vandaði sig að leggja niður flísar á kertastjaka og spegla. Jebb, innst inni held ég að leynist lítill listamaður...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hann var voðalega listrænn um helgina og gott ef stjakinn hans er það flottasta sem gert var um helgina
þurfum að finna eitthvað annað fyrir næstu föndurhelgi og nokkuð ljóst að prinsinn getur alveg verið með og haft gaman að
takk fyrir brilliant helgi
Rebbý, 28.4.2008 kl. 00:10
Verð að fara að kíkja við og heilsa upp á nýja fjölskyldumeðliminn
Bibba (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.