26.4.2008 | 12:04
Litli ljóti...
"Mamma, ha, ha, ha, í alvörunni...", flissaði heimasætan þar sem við sátum á miðju stofugólfinu klukkan eitt í nótt og dáðumst að nýjasta fjölskyldumeðlimnum. Ja, dáðumst að er kannski ekki rétt orðað... en við sátum allavega þarna um miðja nótt og horfðum á nýja fjölskyldumeðliminn og áttum erfitt með að slíta okkur frá henni. Sátum og hlógum og hlógum.
Já, þetta er stóra fuglavikann. Eins og ég sagði ykkur frá flutti Perla, dísargaukur, til okkar á mánudaginn. Hún er óskaplega falleg, skemmtilega yrjótt, mannelsk og mikill persónuleiki. Í gær bættist svo Kíkí við í hópinn. Kíkí er dvergvaxinn gári... ég held að hún eigi að vera gul á litinn... en liturinn er ekkert sérlega fallegur... og það er ýmislegt fleira sérstakt við Kíkí. Já, aldrei áður hef ég dregið eins auma lífveru inná heimilið. Allt Hrund að þakka, en hún hringdi í mig frá dýralækninum sem var í vandræðum með þessa skrítnu fuglastelpu... auðvitað stökk ég af stað og kíkti á hana. Ég þurfti ekki annað en að líta á hana einu sinni til að ákveða að þessi kæmi með mér heim. Hún er one of a kind.... alveg sérstök.
Ég lýsti henni í símanum fyrir heimasætunni sem fannst ég nú hálfbiluð að fá einn fugl enn. En þar sem við sátum í nótt og virtum Kíkí fyrir okkur gat heimasætan ekki annað en hlegið og samþykkt að þessi "stóra" persóna passaði bara ljómandi fínt í fjölskylduna. "Já, það er alveg rétt hjá þér... hún lítur út fyrir að hafa lent í ryksugu...", stundi heimasætan upp á milli hláturskasta.
Já, reynið að ímynda ykkur dvergvaxinn gul grænan gára sem hefur takmarkað af fjöðrum... þær sem hún hefur standa í allar áttir, en liggja ekki þétt niður eins og á öðrum fuglum. Hún hefur engar stélfjaðrir og vanskapaðar vængfjaðrir og hefur aldrei getað flogið, hún er allt of horuð og hefur sennilega ekki verið sinnt mjög vel á fyrra heimili... enda ákváðu fyrri eigendur að skilja hana eftir hjá dýralækninum bara... Það er ekki nóg með að Kíkí geti ekki flogið með vansköpuðu vængjunum sínum heldur er hún hrædd að hoppa... Hún þorir alls ekki að hopa af prikinu sínu yfir á spegilinn er virðist langa mjög mikið. Hún getur ekki hoppað niður á botninn á búrinu heldur klöngrast einhvern veginn og heldur sér í með goggnum og klónum, en bæði eru með ofvöxt svo það nýtist ekki sem best.
Með tímanum getur hún vonandi flutt inn til Trúls sem er pínu einmanna. En eins og er býr hún í búri á stofugólfinu. Trúls er líka fluttur í sínu búri á stofugólfið til að halda henni félagsskap. Graffiti er líka óskaplega hrifin af Kíkí, situr og sleikir útum... hmmmm...
Markmiðið núna er að láta þessari litlu skrítnu veru líða vel, fá hana til að nærast, verða örugga og líða vel. Hún er kannski ekki mikið fyrir augað núna... en hver man ekki eftir sögunni um litla ljóta andarungan? Einhvern daginn mun ég eiga fallegasta gula, fjaðralausa, óflughæfa, dvergvaxna gára í heimi... bíðið bara... en þanngað til á ég fyndnasta ryksugu-úfna gára í heimi :)
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hahahaha fer að koma með fiskinn minn til þín, sjá hvort þú viljir ekki bara ættleiða hann
Rebbý, 26.4.2008 kl. 18:37
Ég man efir kettlingi sem hét Vilma ....
:)
Bibba (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.