24.4.2008 | 21:08
Sumardagurinn fyrsti, really
Undir vegg kúrði lítil lúðrasveit og skalf. Í gegnum rigninguna reyndu þau að lesa nóturnar, trommuleikararnir brostu og dilluðu sér. En einhvern veginn hljómaði glaðlega suðræna sveiflan ekki sannfærandi á þessum fyrsta sumardegi ársins.
Í hoppuköstulunum hoppuðu og veltust um rennandi blaut börn, andlitsmálningin lak niður andlitin en stoppaði þau ekki i að hlæja og skemmta sér. Við endann stóðu hundblautir foreldrar, margir með hettu, héldu á skóm afkvæmanna og biðu í þolinmæði eftir að þau hættu að hoppa í blautu köstulunum. Já, sko rigning er ekki það versta sem getur komið uppá á sumardaginn fyrsta. Ha? Það eru ekkert svo mörg ár síðan það var haglél.
Bara rúmum hálftíma áður höfðum við þrammað taktfast í skrúðgöngu á eftir litlu lúðrasveitinni, undir þurrum en þungbúnum himni. Vindurinn blés alveg passlega fyrir fána skátann sem leiddu hópinn. Að þessu sinni var það heimasætan sem leiddi okkur í söng undir Öxar við ánna og Hafið bláa hafið. Ég tók undir og heyrði í manni syngja fyrir aftan okkur. Ég beygði mig niður að prinsinum og fékk hann til að taka undir - enda höfðum við verið að æfa sönginn daginn áður. Svo héldum við áfram syngjandi í skrúðgöngunni í gegnum hverfið okkar og nutum dagsins.
Sumardagurinn fyrsti er dagurinn minn. Mér leiðist 17. júní. Hann er of stór og of mannmargur fyrir mig. Mér líður illa í mannfjöldanum og allt of langar biðraðir reyna á þolinmæði mína. En síðustu ár höfuð við skapað þá hefð að trítla í litlu og skemmtilegu skrúðgöngu skátanna í hverfinu okkar, leika okkur á skólasvæðinu á eftir, versla grillaðar pylsur, oft í hálfgerðu vetrarveðri en engu að síður. Passlega lítið af fólki, passlega mikil stemming. já, þetta er minn dagur... þið megið eiga 17. júní...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Gleðilegt sumar elsku vinkona - takk fyrir gjöfina (17.júní)
Rebbý, 24.4.2008 kl. 21:11
Þú mátt bara eiga báða dagana, mér leiðast þeir
Snjóka, 24.4.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.