16.4.2008 | 00:39
Af svávum og skrímslum
Ég og líffræðingurin lögðum aftur land undir fót, eða þannig, í morgun og erum aftur mætt á Egilsstaði. Eins og áður er bara alls ekki leiðinlegt að heimsækja þá félaga hingað austur. Bara alls ekki. "Vilma, á ég að fara úr fötunum... Næ ég þá athygli", hvæsti nakti forritarinn á mig í dag þar sem hann barðist við að ná athygli hjá mér á meðan ég vildi endilega fylgjast með kattastríðinu í tölvunni, hlusta á Tjörva tala við sjálfan sig og gjóa augunum á testið sem var verið að framkvæma í Ameríku. Hann þurfti nú ekkert að fækka fötum núna, hann náði alveg athyglinni með þessu kommenti sínu. Ja, náði athyglinni alltavega einhverja stund.
Við borðuðum svo kvöldmat á stað sem bauð uppá ágætis útsýni. Þarna sátum við og skimuðum eftir Svávum sem eru víst frekar sjaldgæfar skepnur... Hálfblinduð af sól og endurkasti af snjónum pírðum við augun og reyndum að koma auga á eins og einn Sváv... en þá... alveg óvænt rákum við augun í keppinaut Sváva um fæði. Já, enginn annar en Lagarfljótsormurinn var mættur á svæðið. Reisti sig tígurlega uppúr "litla" vatninu. Teygði svo langan hálsinn öðru hvoru og náði sér í fæði. Við ætluðum ekki að trúa okkar eigin augum. Í alvöru! Þarna var hann bara í makindum sínum og naut kvöldmatarins, eins og við. Við gátum ekki haft augun af þessari mögnuðu skepnu sem var greinilega hæstánægð að svávarnir voru ekki að angra hana.
Við vorum eiginlega löngu búin að missa áhuga á svávunum, þó það hefði nú verið gaman að sjá eins og einn. En þeir eru nú einu sinni aðalkeppinautur ormsins um fæðu, ja.. það er að segja ef við sleppum að hugsa um svámennina. En þeir eru líka að legga gildrur fyrir aðalfæðu ormsins.
Með kollinn uppfullan af svámönnum, svávum og skrímslum í vatninu héldum við södd og sæl útaf veitingastaðnum... skil ekki alveg af hverju mennirnir á næsta borði voru að gefa okkur auga hinsvegar á meðan við borðuðum... og sátum á sama tíma ofurspennt útí glugga og lýstum aðförum skrímslisins með orðum og látbragði á milli þess sem við skimuðum eftir svávum....
Frekar fúlt samt að vera ekki með myndavél... hefði verið cool að eiga mynd af þessari mikilfenglegu skepnu, en í staðin geymum við hana í hjörtum okkar um ókomin ár...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
já gott Vilma mín að þú sért meðal fólks sem skilur þig núna ....
Rebbý, 16.4.2008 kl. 17:00
Egilsstaðir eru fyrir fólk með ímyndunarafl :)
Bibba (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.