12.4.2008 | 20:41
Mílan mergjaða
Eftir að hafa þvælst um alveg týnd um óravíddir Vodafone í 4 daga var ég orðin vonlaus um að fá símanúmerið mitt nokkurn tíman aftur. Fimmtudagurinn fór samt eiginlega alveg með mig... símtal eftir símtal við þjónustuverið. "Þetta er fræðilega ómögulegt", hafði daman eftir tæknimanninum og þar með fékk ég sms um að beiðninni hafði verið lokað.
Ég starði á símann í forundran... fræðilega ómögulegt... ok... svo tók ég upp símtólið og stundi í það: "Ja, fræðilega ómögulegt eða ekki. Þetta er bara staðreyndin sem ég lifi við. Símanúmerið mitt er týnd..." Þjónustustúlkan lofaði að reyna að fá tæknimanninn til að opna málið aftur. Eftir nokkur símtöl í viðbót var "málinu" vísað til næsta fyrirtækis.
Þvílík lukka! Þvílík hamingja! Ég komst inní hlýjuna hjá Mílu sem fann símanúmerið mitt og skilaði því aftur á innan við klukkutíma. Klukkutíma! (gott að eiga bróðir á réttum stað). Þegar ég kom heim biðu mín mörg ósvöruð símtöl... sko... ég er klárlega vinsælli en Hlynur og Tinna sem eiginlega enginn hringdi í.
Það er eiginlega ótrúlegt hvað ég er búin að bindast þessu símanúmeri sterkum böndum... hafði eiginlega ekki gert mér grein fyrir því fyrr en einhver hrifsaði það af mér. Viðbrögðin voru svolítið eins og hjá barni í sandkassa sem einhver tekur skófluna af. Ég setti upp skeifu og ætlaði sko ekki að gefa mig... mitt símanúmer... skilaðu því....
Ætli þetta sé ekki tengd því hvernig ég tengist heimilistækjunum mínum. Ég fæ mig ekki til að henda gamla örbylgjuofninum mínum, enda lágu leiðir okkar svo lengi saman. Get alls ekki hent grillinu sem ég skrúfaði saman sjálf, en skemmdist þegar því var stolið. Eftir viðgerð kattadómarans á núverandi örbylgjuofni liggur ofninn bilaður - en ég get heldur ekki hent honum. Ég væri sjálfsagt enn með ónýtu þvottavélina inná stofugólfi ef mílubróðir minn hefði ekki sótt hana og fjarlægt....
En símanúmerinu hendi ég aldrei... eftir að hafa heimt það úr helju, gripið það úr höndum steluþjófanna... þá er það mitt! Mitt! Mitt!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
má ég fá símanúmerið þitt lánað??
skelltu bara nýviðgerða bilaða örbylgjuofninum ofan á forvera hans þarna úti og sjáum hvort brósi þinn þurfi ekki aftur að koma og stela til baka vagninum og geti þá stolist með báða ónýtu örbylgjuofnana þína í Sorpu
Rebbý, 12.4.2008 kl. 21:55
Ég kem eina nóttina og "stel" ofnunum og grillinu
Snjóka, 12.4.2008 kl. 22:23
Til hamingju með að vera búin að fá númerið þitt aftur :)
Ég reyndi að komast á sýninguna sem Dísa leikur í en það var uppselt á aukasýninguna hjá þeim. Hlýtur að vera skemmtilega sýning :)
Bibba (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.