9.4.2008 | 22:48
Týnd í óravíddum Vodafone
Við svífum einhvern veginn í tómarúmi þessa daga. Símanúmerið okkar er enn einhvers staðar annars staðar en hjá okkur og við sitjum uppi með númerið hjá Hlyn og Tinnu (sjá "Er Hlynur heima" síðan 07.08.08). Þau eru um það bil að verða bestu vinir mínir. Ég hringdi í símafyrirtækið í dag... þar eru engin svör að fá. Engar vonir gefnar um viðgerð. "Þú ert í forgangi. Tæknimennirnir eru að vinna í þessu..." En núna hefur símanúmerið okkar verið týnt í 3 daga og ég er að spá hvort ég verði bara að sætta mig við að vera eiginlega flutt inn til þeirra skötuhjúa. Svona eins og fá óvænt sambýlismann - sem er þó ekki til mikilla þurfta.
"Æ, tók Hlynur ekki á móti þér?", langaði mig að spyrja tryggingarsölumanninn sem ætlaði að heimsækja mig en var svo óheppinn að koma 10 mínútum of seinn og missti þar af leiðandr af mér. Hefði verið þægilegt að skella skuldinni á óþekkta og ósýnilega sambýlismanninn. Og hver veit, kannski er ég komin með deit fyrir árshátíðina? Ha?
Og hvernig á ég að útskýra fyrir fólki sem hringir að eigendur númersins séu ekki í þessu númeri akkúrat núna.. hver veit, kannski verða þau hér á morgun. Nú eða hinn. Ég get ekki einu sinni sagt hvernig er hægt að ná í þau því það er ekkert víst að þau hafa mitt númer... það svarar ekkert í mínu númeri og símafyrirtækið hefur fá svör.
Svo þanngað til móðurskipið leiðir okkur á réttar brautir höldum við áfram að svífa um, "totally lost" einhvers staðar í símaheiminum...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
guð sé lof fyrir gemsann þinn - nú og netfangið - og bloggið - ég allavega get tjáð mig við þig að vild
Rebbý, 9.4.2008 kl. 22:59
haha, þetta er snilld. Vonandi verður hann gott deit
Snjóka, 10.4.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.