Megi mátturinn vera með heimalingnum

R2D2 lyfti annari höndinni uppað kinn og veifaði ósköp pent til lítil drengs sem hló upphátt og hossaði sér í sætinu þar sem hann sat á öðrum bekk. Þetta var ekki stór hreyfing hjá vélmenninu en nóg til þess að við sáum hana vel og vissum að hún var ætluð okkur. Ég var að springa úr stolti og reyndi að hemja mig um að hrópa húrrahróp, ég gaf heimasætunni olnbogaskot sem hún endurgalt með geislandi brosi, hún var líka stolt af heimalingnum. Svo gaman að sjá hana blómstra svona... þarna var hún í essinu sínu!

Við áttum frábæra kvöldstund í kvöld þar sem við sátum spennt í sætunum okkar og fylgdumst með Söngleiknum Stjörnustríð þar sem heimalingurinn fer á kostum sem hið ótrúlega krúttlega og fyndna vélmenni R2D2. Mér fannst hún eiginlega bera af í sýningunni þar sem hún skottaðist um og náði alveg að koma textanum til skila þó hann hljómaði bara á þessa leið: Bíbbíííbbbbííbíbíbbb. Ótrúlegt hvað er hægt að ná fram með lábragði (án þess að nota hendur) og tón í rödd.

Við fórum nokkuð blint á sýninguna, engir stjörnustríðsaðdáendur - ég hef reyndar aldrei séð myndirnar og heimasætan ekki heldur. En þarna sátum við í einn og hálfan klukkutíma, emjuðum af hlátri, flissuðum og klöppuðum. Prinsinn var alveg dáleiddur... sérstaklega af sérlega tilkomumiklum svarthöfða og því að Dísan hans var á sviðinu.

Verst að sýningar eru bráðum búnar... en ég mæli allavega með þessari sýningu, sköpunar- og leikgleði krakkanna skýn í gegn, skemmtilegar útfærslur og mikill húmor. Og auðvitað heimalingurinn okkar!

ps. ekki reyna að hringja í okkur... við erum enn heima hjá Hlyn og Tinnu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

flott að það var gaman og auðvitað hefur heimalingurinn staðið sig vel

Rebbý, 8.4.2008 kl. 23:22

2 identicon

Ooooo uppáhalds stjörnustríðshetjan mín :)

Bibba (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband