Er Hlynur heima?

"Leyfðu mér að tala við Trúls?", sagði ég í skipandi tón við heimasætuna í gegnum símann. Fyrir þá sem ekki vita þá er Trúls páfagaukurinn okkar. Og áður en þið haldið að ég hafi tapað glórunni - þá get ég sagt að það virtist gjörsamlega eðlilegt næsta skref að biðja um fá að tala við fuglinn.

"Mamma! Hann þegir núna! Hvað viltu að ég geri?", svaraði önug heimasæta hinu megin á línunni. "Einmitt? Þegir hann núna? En hentugt!", sagði ég til baka með hæðnislegum tón og hélt svo áfram: "Svona settu Trúls í símann og láttu hann syngja..." Þegar heimasætan hélt áfram að mótmæla og neitað að toga í stélið á fuglinum skipti ég um skoðun. "Láttu mig þá tala við Graffiti!", sagði ég eins ákveðin og ég gat. Fyrir þá sem ekki vita þá er Graffiti einn af köttunum okkar. "Mamma! Hvað viltu að hún segi?", heimasætan var líka pirruð. "Mjá!", var augljósa svarið. "Mamma! Ég get ekkert látið köttinn tala við þig...", svaraði heimasætan. En til að láta það eftir mér elti hún Míu hina mögnuðu um allt. "Mía... Mía... komdu... talaðu í símann... " heyrði ég hana segja. Ég var ekki enn að trúa því sem virtist samt vera staðreyndin.

Pirraða heimasætan kom aftur í símann og tilkynnti að kettirnir vildu ekkert við mig tala. "Reyndu Trúls aftur?", hélt ég staðföst áfram og hlýðna góða heimasætan stillti sér upp við búrið hans og blístraði og blístraði til að reyna að fá hann til að taka undir. Trúls sem venjulega syngur og syngur ef einhver svo mikið sem talar steinþagði nú og leit undan.

"Mamma!", stundi heimasætan í símann og ég heyrði að þolinmæði hennar var á þrotum. "Ok, ok. Spilaðu þá uppáhaldslagið mitt í tölvunni...", svaraði ég. Og rétt á eftir heyrði ég lagið óma í símanum. Eins og honum hefði verið borgað fyrir það hóf Trúls upp raust sína og söng sitt fegursta lag.. eða reyndi að syngja með allavega.

Á þessu augnabliki gerði ég grein fyrir að heimasætan var að segja satt eftir allt saman. Og eins og ég sagði áðan þá var það fyllilega eðlilegt næsta skref að reyna að tala við gæludýrin í símanum. Þannig var nefnilega að um miðjan dag hringdi gemsinn minn. Númer sem ég hafði aldrei séð áður. Á hinum endanum var heimasætan. Að leita að týndum hanska. Ég kannaðist við að hafa séð hann og leiðbeindi henni hvar. Hún sagðist vera að leita en ekki finna hann. Ha, ha... voða fyndið að reyna gabba mömmu gömlu. "Hvar ertu?" "Heima", svaraði hún. "Yeahhh, right! Ég sé alveg að þú hringir ekki að heiman...", sagði ég. "Mamma, ég er heima...", svaraði hún. Þegar símtalið var komið á það stig að ég var viss um að hún væri að reyna að gabba mig - og hún var alveg viss um að ég væri að gabba hana ákvað ég að reyna að tala við gæludýrin til að fá staðfestingu á því að hún væri heima.

Og þarna hljómaði uppáhaldslagið mitt með Trúls syngjandi með hástöfum. Já, það var staðreynd. Heimasætan var heima og hringdi samt ekki úr okkar númeri. Ég lagði á og reyndi að hringja heim... enginn svaraði... Ég hringdi í ókunnuga númerið og viti menn.. heimasætan svaraði. Hún var ekki enn að trúa mér svo hún lagði á og hringdi í simm gemsa og fór svo að trúa þegar hún sá á númerabirtinum ókunnuga númerið.

Með smá uppflettingu komst ég að því að ég er komin með númerið hjá Hlyn og Tinnu. Sennilega eru þau með mitt númer. Símafyrirtækið "vonar" að tæknimennirnir geti kíkt á þetta á morgun. Já, það er að segja þegar þau fóru að trúa mér. "Einmitt! Skipti síminn þinn bara um númer?", spurði konan í þjónustuverinu. Já, vonum að þeir kíki á þetta á morgun. Þanngað til... ja, þanngað til verð ég bara heima hjá Hlyn og Tinnu og svara í símann fyrir þau :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

aðeins þið

Rebbý, 7.4.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Laubba

haha díses Vilma í hverju lendir þú ekki í? En góða skemmtun hjá Hlyn og Tinnu...hafði það bara gott svona á meðan á því stendur.

Laubba , 7.4.2008 kl. 22:14

3 identicon

Óborganlegt !

Bibba (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband