6.4.2008 | 22:21
... og ég er ljón ...
Einhvern veginn enduðu vatnsberarnir hlið við hlið í sófanum, sátu og voru ósköp sætir hlið við hlið. Ég sussaði í örugglega þrítugasta skiptið á gasprandi ljónastelpuna sem vildi endilega koma einhverju á framfæri. Ég leit af sætu vatnsberunum og beint yfir á krúttlegu bogmennina sem höfðu komið sér fyrir hlið við hlið í lengri hluta sófans. Var það tilviljun að fólk raðaðist í sófann eftir stjörnumerkjum? Ég leit af kúrandi krúttlegu bogmönnunum sem eru orðnir svo margir að þeir ná næstum ljónunum í fjölda.
Nautin sátu reyndar ekki hlið við hlið, en þau sátu á móti hvoru öðru, ég brosti til þeirra og leit á eina hrútinn á staðnum. "Við skulum skála fyrir honum", sagði ég eftir að ég hafði kynnt hann fyrir hinum í hópnum. Þetta var jú eftir allt saman hrútapartý. Svo héldum við áfram að skemmta okkur, öll dýrin í skóginum voru vinir.
Og allir voru svo sætir og dúllulegir... enda höfðu flestir fengið "total makeover" hjá mér. Enda gekk ég á milli og breytti vinum mínum úr venjulegu fólki í fegurðuardrottningar og prinsa með miracle greiðuna eina að vopni. Ég hef nefnilega komist að því að rándýra kattagreiðan mín virkar svona líka ljómandi á fólk. Ég byrjaði á Ragga Palla og greiddi í gegnum sítt hárið sem um leið sló glampa á og það fékk fyllingu. Skellti svo í hann fastri fléttu. Svo færði ég mig haus úr haus.. og þó enginn annar hafi fengið fléttu þá náði ég að greiða þónokkrum, og er nokkuð viss um að svona kattagreiður eigi eftir að renna út.
Áður en kvöldið tók enda náðum við að taka fyrstu æfingu með dansflokknum okkar, reyndar voru einhverjir sem vildu ekki vera með í fyrstu tilraun með fullt af áhorfendum (sögur af myndböndunum eru vonandi ýkjur). En þarna renndum við okkur, þokkafullar, yfir gólfið - í sérstakri útgáfu af fiskadansinum. Ég og Madda Bidda fremstar, með stelpurnar á eftir okkur. Skil reyndar ekki af hverju hinir veltust um af hlátri. Í alvörunni... við erum frekar kúl dansflokkur og eigum pottþétt eftir að verða fræg.
Við tók svo allskonar dans og dillerí undir styrkri stjórn kattadómarans sem reyndist hinn besti dj og rafvirki (þó örbylgjuofninum mínum finnist það kannski ekki). Í sameiningu tókst okkur líka að taka rafmagnið af íbúðinni, áður en hann fór í tengiaðgerðir og endaði með hinar fínustu græjur.
En góða niðurstaða kvöldsins er sú að það er skráð og vottað að ég á "Hrundarheldansófa" sem er sko ekkert smá flott. Þarna prófaði Hrund að príla yfir baki á sófanum, bæði með fólk í honum og með sófann tómann en hann haggaðist ekki. Bara stóð þarna grafkyrr með Hrund spriklandi, hálfliggjandi þvert yfir bakið. Nú get ég óhrædd haldið partý og þarf ekki að óttast um þá gesti sem ákveða að príla yfir, stytta sér leið.
Aðalpartý dýrið (party animal) var samt Millie sem kom, sá og sigraði... eða þannig séð. Hún fékk að kíkja fram og ákvað að nýta sér það að sófinn var fullur af gestum sem voru viljugir að kela við sætustu stelpuna á staðnum. Hún fékk svona um það bil sex mánaða skammt af klappi og klóri og virtist líka það ljómandi... prílandi af einum gest yfr á annann.
Annars eru partý með þessu "liði" alltaf spennandi, ófyrirsjáanleg, fyndin, eftirminnileg og skemmtileg... ég er strax farin að hlakka til árlega ljónapartýsins, fyrst hrútapartýið fór svona vel.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
ohhh verst að heilsan leyfði ekki lengri veru - er vonandi samt enn á ljónapartýs boðslistanum enda einn af aðal aðdáendum ljónanna og eina meyjan í hópnum
takk fyrir mig, hafði gaman af því sem ég varð vitni af áður en ég hvarf og danssporin voru bara flott
Rebbý, 6.4.2008 kl. 22:30
Þetta var svaka gaman og dansinn er algjör snilld, hlakka til ljónapartýsins
Snjóka, 6.4.2008 kl. 22:46
Útskýrir hversvegna það var svona gott að sofa á sunnudaginn ;)
Bibba (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 09:38
Ég er frekar sár yfir því að ekki var minnst á sporðdrekann..........
Sporðdreki (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.