Algjört niðurbrot eða ekki?

Ohhhhhh, hvernig er þetta með suma daga?

Mig vantar svona 10 tíma uppá að láta enda ná saman. Og hvernig er hægt að lýsa svona degi?

Á ég að tala um fullorðna karlmanninn sem ég sá falla í gólfið í örvæntingu sinni?
Á ég að tala um hádegismatinn með Microsoft mönnunum?
Á ég að tala um fundinn þar sem við komum ekki upp orði, enn í áfalli?
Á ég að tala um langan vinnudag sem byrjaði um sex leitið í morgun og stóð fram á kvöld?
Á ég að tala um ráðstefnuna um öll tæknimálin?
Á ég að tala um vonleysi okkar eyjamannsins?
Á ég að tala um hvernig ég sveik líffræðinginn?
Á ég að tala um stríðið sem ég stend í?
Á ég að tala um herinn sem ég og Ása leiðum?
Á ég að tala um partýstand heimasætunnar?
Á ég að tala um hvernig ég gleymdi í dag að ég ætti börn?
Á ég að tala um kóðagauf og rannsóknir?
Á ég að tala um erfiðu símtölin?

Eða á ég bara að tala um hvað lífið er skemmtileg, mikið að gerast og að ég hafi eiginlega ekki tíma fyrir eitt eða neitt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þetta síðasta hljóma langbest af þessu

Bibba (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 12:59

2 identicon

Hvað með að byrja á því skemmtilega.... taka smá skorpu af vesenislistanum... stoka út það sem má og velta upp lausnum á því sem gera má við hinu ef við á.... enda svo á því skemmtilegasta... er ekki allt gott sem endar vel ?

Glataðir svona dagar þar sem allt virðist ómögulegt... en hinir vera víst svo miklu betri fyrir vikið... er mér sagt

baráttukveðjur

adda (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 15:33

3 Smámynd: Rebbý

hey - það er að bresta á helgi og þá verður þetta ALLT í hinu besta

Rebbý, 4.4.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband