Mamma látin hlaupa

Í rólegheitunum útskýrði ég fyrir prinsinum í morgun kosti 1. apríl. Að núna mætti gabba fólk, á fallegan hátt, og þegar manni tækist það ætti maður að segja "1. apríl!". Þetta sagði ég á eins ólíkan hátt og ég gat til að prinsinn myndi nú örugglega skilja mig.

Hann horfði á mig með miklum áhuga. Gleypti í sig hvert orð, kinkaði kolli til merkis að hann skyldi mig vel og að þetta væri spennandi. Ég sagði þetta einu sinni enn og reyndi að orða það öðru vísi en síðast. Að lokum fannst mér öruggara að taka dæmi. Ég spáði í smá stund og kom svo með nokkuð sakleysisleg dæmi og fór yfir þeim með spenntum prinsinum.

Svo héldum við áfram morgunstörfunum í ró og næði. Mér hefur greinilega sjaldan tekist eins vel upp að kenna drengnum því hann náði þessu greinilega strax. Nokkrum mínútum seinna ákvað hann að prófa tæknina á mér. Hann náði að gabba mig til að kíkja útum gluggann og þegar ég leit brosandi til baka mætti mér ósköp glaður lítill prins sem hoppaði upp og niður, benti á mig og kallaði: "1. júlí! 1. júlí!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smáatriði ;)

Bibba (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Rebbý

sammála Bibbu - algjört aukaatriði, nema að ef það væri 1.júlí þá væri ljónapartýið búið

Rebbý, 2.4.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband