31.3.2008 | 21:11
Skrítna fólkið kemur útúr skápnum
"Á Bahamas..eeee... á Bahamas....eeee...", sungum við ég og heimasætan og dilluðum okkur aðeins með. Hækkuðum aðeins í okkur: "Á Bahamas...eee..." og dilluðum okkur aðeins meira. Svo leit ég til hægri og fattaði að við vorum eiginlega með atriði... með fullt af áhorfendum.
Fólk er greinilega ekki vant því að fólk taki lagið inná Subway og þarna stóðu þónokkrir í röð á eftir okkur og störðu á okkur með furðusvip. Ég skellit aðeins uppúr og hélt svo áfram að raula með sjálfri mér, heimasætan ljómaði og það fór örugglega ekki fram hjá neinum að við vorum að skemmta okkur. Svo borgaði ég kvöldmatinn sem prinsinn hafði grátbeðið um að fá og við gengum syngjandi útaf staðnum, fram hjá öllum fílupúkunum í röðinni.
Lagið sem kætti okkur svona mikið og hleypti smá fjöri í okkur held ég barasta að heiti "Bahamas" flutt af Ingó og veðurguðunum. Bráðsmellið, grípandi, fyndinn texti... nýja uppáhaldslagið okkar. Svo grípandi að við vorum enn að syngja þegar við komum heim og þá var prinsinn farinn að taka undir hástöfum líka.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
skil vel að þið sönglið þetta lag, en ekki hefði ég gert það á Subway held ég ....
Rebbý, 31.3.2008 kl. 21:38
Búið að kenna prinsinum að syngja í bílnum ? Það leysir ákveðið vandamál :)
Bibba (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.