Kattadansinn

Við stilltum okkur upp, hlið við hlið, innst í stofunni. Einbeittar. Við litum hver á aðra og kinkuðum kolli. Samstilltar. Biðum eftir að tónlistin byrjaði og lögðum svo af stað yfir stofuna. Í takt. Vinstri rann fram og sá hægri fylgdi á eftir og rann fram fyrir þann vinstri á mjög þokkafullan hátt. Sveifluðum mjöðmunum um leið og skárenndumst yfir gólfið í takt við tónlistina.

Á meðan plönuðum við hreyfingarnar, plönuðum fótahreyfingar, plönuðum handahreyfingar. Byrjuðum með þokkafullum hreyfingum fiskadansins, það er tálknhreyfingunum. Skiptum svo eftir fjóra takta yfir í sporðahreyfingar og svo aftur yfir í tálknhreyfingar. Fiskadansinn verður bara flottari og flottari, alveg að detta inní það að verða klassískut.

Eftir að hafa drifið okkur í bíó komum við Magga Bidda út með háar væntingar og mikil plön. Við stofnuðum dansflokk, þar sem við erum auðvitað aðalstjörnurnar. Við töldum saman í flýti fólk og teljum að við séum komin með nokkuð hæfileikaríkan hóp. Snjóka, Rebbý, Ása, Ásdís, Hrund, Aliosha og Gunni eru sjálfskipuð. Fleiri velkomnir. Og við erum strax búnar að plana uppákomur.

Og þarna drifum við okkur heim til Möggu og höfðum dansæfingu. Ok, sumum finnst við ruglaðar að vera tvær einar heima að dansa á laugardagskvöldi en við skemmtum okkur ljómandi vel. Dirfum okkur svo útá lífið og dönsuðum frá okkur allt vit á dansstöðum borgarinnar. Byrjuðum meira að segja að prufukeyra nýja kattadansinn sem er óskaplega þokkafullur og framandi... þar kemur við sögu breim, kattaþvottur og sveiflun á skotti. Dansinn er enn í þróun, en langt kominn - virkaði vel um helgina. Bíðið bara...

Á heimleiðinni reyndi ég að kenna Rebbý hópdansinn. Held að hún hafi alveg séð fyrir sér hvernig hópurinn með okkur Möggu í farabroddi myndi renna sér yfir dansgólfið í svona anda Grease eða High school musicals. Allir vilja horfa á okkur og vera við... ohhh, nú er bara að drífa sig í að halda fyrstu æfinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahahahahahahahahaha

adda (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:06

2 Smámynd: Snjóka

Er ekkert smá spennt að sjá og læra nýju sporin

Snjóka, 31.3.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Rebbý

leigubílstjórinn varð nú ekkert svakalega upprifin við að heyra lýsingarnar hjá Vilmu á leiðinni heim úr bænum á sunnudagsmorgun, en mikið agalega þarf að kenna ykkur Möggu Biddu að hrista á ykkur afturendann .....

Rebbý, 31.3.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband