Að lifa á brúninni

Hávaðinn var ærandi. Ég leit á Laubbu, hún leit á mig. Við vorum báðar skelkaðar á svipinn, hræddar við hið óþekkta. Ég gjóaði augunum í átt að veggnum og hristi létt blautar hendurnar. "Eigum við að þora?", spurði ég Laubbu og vonaði eiginlega að hún segði nei. Hún yppti öxlum og gretti sig smá. Ég kyngdi munnvatninu, skipaði sjálfri mér inní mér að taka mig á, herða mig upp. Hvar var innblásturinn? Svo steig ég áfram og ákveðin, án þess að hika stakk ég höndunum ofan í tækið á veggnum. Hjartslátturinn var óreglulegur og mér lá við svima... en skítt með það. Þetta er sko að lifa. Lifa í núinu. Lifa á brúninni. Hlæja á móti hættunni.

Steinhissa dró ég hendurnar að mér og horfði á þær. Á aðeins 10 sekúndum voru þær orðnar þurrar og hlýja. Örlaði ekki á bleytu. Laubba brosti við og dreif sig að tækinu og stakk sínum höndum ofan í í smá stund. Dró þær svo að sér og horfði á þær með furðusvip. Bros breiddist yfir andlit hennar. Ótrúlegt tæki! Þvílík handþurrka. Glaðar í bragði drifum við okkur fram að finna Snjóku sem skyldi ekkert í gleðinni sem hafði brotist út í klósettferðinni.

í gærkvöldi drifum við okkur í bíó og sáum The Bucked List. Bráðsmellin og skemmtileg mynd... nógu spennandi til að gefa okkur þennan innblástur til að prófa handþurrkuna. Í alvörunni Life changing mynd... really....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laubba

hehe ég veit ekki hvort ég hefði þorað ef þú hefðir ekki prófað fyrst  var svo sannalega life changing kvöld bæði snilldar þurka og mynd með skemmtilegur fólki

Laubba , 30.3.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Snjóka

Það er ljóst að ég verð að drífa mig aftur í bíó bara til að drífa mig á klósettið þar

Annars algjörlega "life changing" mynd

Snjóka, 30.3.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband