Feeling hot! hot! hot!

"Nú ætla ég heim og borða kaldan hádegismat þér til heiðurs!", tilkynnti eyjamaðurinn í símann. Í röddinni greindi ég gleði, stolt og sigur. Það var svo sem vel við hæfi að hann borðaði kaldan hádegismatinn svona í tilefni af því að hann hafði hlustað á tennurnar á mér glamra í gegnum símann í klukkutíma. Já, tennurnar glömruðu í kuldanum. Ef ég vakna ekki með lungnabólgu í fyrramálið er það kraftaverk.

Það var annar stór dagur í lífi okkar eyjamannsins. Annars sjálvirknidagur. Í dag stóð til að flytja alla útprentun á milli prentara... úr hlýjunni á skrifstofunni niður í kuldann á lagernum. Svo ég eyddi drjúgum tíma á ísköldum lagernum í uppáhaldsfyrirtækinu okkar með eyjamanninn í símanum og með tvo aðra tölvumenn í eftirdragi. Einhvern veginn voru allir skynsamlega klæddir nema ég. Ég var að vera skvísa í alltof þunnum topp úr gerviefni, enga hlýju að fá þar. Lagerinn er með stórum stórum bílskurðshurðum sem standa sífellt opnar á meðan litli forritarinn situr í skvísubolnum og frýs.

Spenningurinn jókst svo í beinu hlutfalli við kuldann og hungrið sem steðjaði að okkur. Við eyjamaðurinn erum greinilega vel samstillt og á mínútunni tólf fórum við bæði að kvarta undan hungri en ekkert að gera halda áfram í miðjum ævintýrum prentara, EDI skeyta, frátekta í birgðum og öllu því sem við gátum mögulega bætt við til að gera verkefnið flókanara, skemmtilegra og meira spennandi.

En við erum stórfengleg til samans, hreinir snillingar og með hugmyndaflugi og reynslu náðum við að bægja allri hættu frá, leysa öllu málin og setja upp nýja sjálfvirkni í leiðinni - bara svona með annari... Rétt í því sem við kláruðum bárust eyjamanninum fréttir af ísköldum hádegisverði sem biði hans... svo við ákváðum bæði að fara að kynda undir. Hann til að hita matinn. Ég til að hita sjálfa mig. Ég náði eðlilegum hita aftur um þrjú leitið. En get með nokkuð góðri vissu sagt að sjálfvirkni dögum okkar eyjamannsins sé lokið í bili, framundan er lygn sjór og engin ævintýri. Ég held ég eigi eftir að sakna allra þessara fjölbreyttu ævintýra sem hafa bankað uppá hjá okkur síðasta mánuðinn - óvenju spennandi mánuður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

er brósi minn semsagt orðinn happy again?

Rebbý, 27.3.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Snjóka

Þið eruð stórkostleg bæði tvö, þú og eyjamaðurinn

Snjóka, 28.3.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: Laubba

þið eruð duglegust bæði tvö:-) Ég á kalda súpu handa þér inn í ísskáp sem þú misstir af á miðvikudaginn,örugglega bara betri núna enþá hehe;-)

Laubba , 28.3.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband