26.3.2008 | 22:08
Eggjahljóð
Það er eggjahljóð í mér þessa dagana. Heilmikið eggjahljóð. Eitthvað sem gaggar inní mér, en samt í hljóðri örvæntingu. Ég svona meira finn fyrir því frekar en að heyra það. Þetta er samt pínulítið öðruvísi eggjahljóð. Já, tilhugsunin um fleiri börn er fráleit. "Viltu ekki bara eignast fleiri börn?", spurði Elín mig í dag með það í huga að þá gæti ég hannað nýtt kerfi svona í hjáverkum. Ég var fljót að neita og hló að hugmyndinni. Fleiri börn? Nei, takk... mín nægja mér alveg.
Nei, eggjahljóðið mitt er sko sannkallað eggjahljóð. Jebb, páskaeggjahljóð. Börnin mín, þessi sem ég vil ekki eiga fleiri af eru nefnilega óskaplega léleg í því að borða páskaegg. Óskaplega léleg. Heimasætan hefur nú batnað eftir að hún fór að fá dökk páskaegg, þið vitið þessi sem eru úr suðusúkulaði. Prinsinn fékk þrjú egg þetta árið. Hann borðaði um það bil 10 grömm... ok, ok, kannski aðeins meira en samt alltof lítið. Afganginn maula ég, sæl og ánægð.
Svo ákveð ég að reyna að sleppa því að borða. Nei, ég ætla að vera staðföst. Og þá byrjar eggjahljóðið. "Gagg, gagg, verð að fá egg... páskaegg..." bylur inní mér og áður en ég veit af sit ég með skálina í fanginu. Svo skila ég henni á borðið og hugsa að réttast væri að henda afgangnum. "Nei, nei..." heyrist inní mér.
Ég hugsa með hryllingi til þess að eiga fleiri börn... hversu mikið af páskaeggjum myndi ég borða þá? Ég bara spyr.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
úff þá er eins gott að ég kíki ekki í heimsókn til þín, þarf ekki á meira súkkulaði að halda
Snjóka, 26.3.2008 kl. 23:47
Hér með er auglýst eftir hugrakkri manneskju til að taka að sér það verkefni að fjarlægja páskaeggjaleifar af ákveðnu heimili í bænum. Laun verða greidd í formi súkkulaðis....
:)
Bibba (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 09:22
usss - njóttu - heilt ár í næsta eggjaskammt
Rebbý, 27.3.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.