24.3.2008 | 12:50
Fantar og fúlmenni
Ég horfði á konuna og lagði mig fram við að halda andlitinu. Lagði mig fram við að hrinda henni ekki frá og hlaupa út. Ég vildi ekki heyra það sem hún sagði mér. Var búð að laska litlu dúlluna mína? Í alvörunni? Ég kinkað kolli kæruleysislega og lét sem þetta hefði ekki mikil áhrif á mig. En inni í mér grét ég. "Við verðum að fá lögregluna í þetta...", hélt konan áfram. Og ég kinkaði kolli aftur og hallað hurðinni á eftir henni.
Ég reyndi að fara og kíkja á elsku bestu Rúnu mína sem hafði nú verið beygluð og brotin, sæti litli bíllinn minn. En það var ekki möguleiki að meta skemmdirnar þar sem hinn bíllinn var enn á henni. Ekki hægt að hlú að henni og klappa henni. Með tárin í augunum hélt ég inn og beið eftir lögreglunni. En tíminn leið og beið og engin lögregla mætti á stæðið. Á meðan lágu Rúna og hondan þétt saman á stæðinu og vörnuðu öðrum að fara þar um. Að lokum gafst nágranni minn uppá að bíða og fyllti í staðinn út skýrslu.
Ég var fegnust að komast út að skoða skaðann sem var meiri en ég hafði gert mér í hugarlund. Rúna stynur og hristist þegar ég reyni að opna bílstjórahurðina. Það tekur iðulega nokkrar tilraunir að loka hurðinni aftur og hún finnur svo til. Og ég finn svo til með henni.
Eina sem hefur varpað einhverjum skugga á þessa annars rólegu og indælu páska eru nágrannar mínir sem ég er enn og aftur að sjá meira af en mig langar... og sem nudda sér harðar utan í Rúnu mína en ég get litið fram hjá. Sem bakka beint á elskuna mína á fullum krafti án þess að reyna að sveigja hjá, skamm bara, fantar og fúlmenni. Næstu skref eru að koma Rúnu blessaðri í viðgerð svo hægt verði að opna og loka bílstjórahurðinni aftur almennilega.
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
já aumingja litla Rúna .... sárvorkenni henni
Rebbý, 24.3.2008 kl. 12:57
Aumingja Rúna, vona að henni batni fljótt
Snjóka, 24.3.2008 kl. 19:57
Ædjs. Bót í máli samt að þeir eru ekki eins og fúlmennin sem keyra á bílana mína. Þeir keyra nebblea bara beint í burtu á eftir.
Bibba (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 08:38
He, he, þau voru ekki að gera skýrslu til að bæta minn bíl... nei, nei, það var gert til að bæta þeirra bíl... annars hefðu þau keyrt í burtu...
Vilma Kristín , 25.3.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.