Hvernig týnir maður fiski?

Heimasætan kallaði á mig, greinilega mikið niðri fyrir. Ég segi nú ekki að ég hafi stokkið af stað frá tölvunni en þegar ég gerði mér grein fyrir að þetta var alvöru mál skrölti ég fram á bað. Þar stóðum við saman í smá stund og störðum með skelfingu ofan í fiskabúrið. Ó, nei, þetta gat ekki verið að gerast! Þarna lá Depill, uppáhaldsfiskurinn okkar allra, alveg steindauður fyrir neðan dæluna.

Ekkert annað að gera en að veiða hann uppúr og kveðja hann, veita honum fiskaútför. Og svo bíður mín á morgun að útskýra fyrir prinsinum hvað varð um Depil. Svona til að róa mig niður og fullvissa um að allt annað væri í lagi gerði ég snögga liðskönnun í fiskabúrinu. Þarna voru Gulli, Glimmer, Töffari, Ryksugan og Svarti fiskurinn. En úbbbsss... hvar var Gúbbí fiskurinn? Þessi grái með svarta sporðin.

Í panik taldi ég þá aftur og skipaði heimasætunni að telja þá. 1, 2, 3, 4, 5! Bara fimm! Ég reiknaði í huganum. Ef við áttum 7 fiska og 1 dó (sko hann Depill blessaður) þá áttum við að eiga 6 eftir ekki fimm. Ég leit á heimasætuna, hún á mig. "Mamma, við höfum bara átt sex... Fiskurinn fer ekkert úr búrinu", sagði hún og hristi kollinn. Ég vissi samt betur, því miður.

Og þar með hófst miðnæturleitin af gúbbífisknum í litla fiskabúrin okkar. Dælan rifin uppúr og í sundur. Ekki það að ég hafi getað séð fyrir mér að hann kæmist í dæluna en ég þurfti að vera viss. Enginn fiskur þar. Gruflaði í þessum litla gróðri sem er í búrinu enginn fiskur. Taldi enn og aftur fiskana í búrinu. Enn bara fimm. Horfði ásakandi á Míu sem horfði saklaus útí loftið. En búrið er alltaf lokað svo hún á ekki séns að veiða fiskana.

Að lokum gafst ég upp. Ég verð bara að sætta mig við það að einhvern veginn strauk einn fiskur úr búrinu... en þetta er þá örugglega klókasti gúbbífiskur í heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Einhver hinna fiskanna hefur étið gúbbíinn, gleðilega páska

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2008 kl. 02:55

2 Smámynd: Rebbý

nákvæmlega .... eitt sinn tapaði ég 20 fiskum á einni nóttu, en það var besta mál því nýju fiskarnir mínir urðu stórir og stæðilegir líka bara á einni nóttu

Rebbý, 20.3.2008 kl. 14:36

3 identicon

Ég veit hvernig maður týnir fiski.
Hún Sushi hans Hrafns synti upp í glasið þegar hann var að skipta um vatn (eitt vatnsglas á dag úr og annað í ... ) og fannst sem betur fer í vaskinum stuttu síðar, lifandi en með fóbíu fyrir glösum það sem eftir var :)

Bibba (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 20:19

4 identicon

´... sumir fiskar deyja úr ofáti :)

Bibba (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband