18.3.2008 | 22:42
Vorboðar!
Það bara hlýtur að vera komið vor. Bara hlýtur að vera. Mér finnst ég sjá vorboða í hverju horni eiginlega. Ekki endilega þessa hefðbundnu. Nei, nei, ég er ekkert að eltast við fugla eða eitthvað slíkt. Nei, ég er bara að taka eftir svona smáhlutum sem mér finnst benda til að vorið sé komið.
Prinsinn minn tollir varla inni þessa dagana. Maður verður að vera úti, helst á bolnum, að leika með bolta. Verst að í gær festist uppáhaldsboltinn uppá þaki á leikskólanum og ill mögulegt að ná honum niður þaðan. En það stoppar nú samt ekki litla manninn í að fara út með stíflaða nefið sitt og annan bolta undir hendinni... með mig kallandi á eftir honum að fara nú í úlpu, það sé kalt. "Mamma! Það er heitt...", stynur hann og grettir sig um leið og hann hlýðir (enda einstaklega hlýðinn ungur maður). Kemur svo inn rennsveittur í úlpunni... það er nefnilega komið vor og ekki hægt að hamast úti í hlýrri úlpu í boltaleik.
Þula mín er grennast. Það er alveg ótvírætt merki um vor. Pottþétt merki. Á hverju vori missir þessi myndarlega læða sem að öllu venjuleg ætti að vera allavega fjögur og hálft kíló allt uppí tvö kíló. Það er rosalega mikið þyngdartap fyrir ekki stærri lífveru. Þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir finnst ekkert að henni svo við horfum bara á þetta sem merki um vor. Þula léttist og missir allt að helmingsþyngd, gengur um eins og beinagrind er bara ávísun á vor. Þegar hún fer að þyngjast aftur er komið sumar.
Og svo er það nýjasti vorboðinn minn. Ég á heima alveg rétt hjá undirgöngum. Undirgöngin eru vinsæll áningastaður unglinga af öllum stærðum og gerðum sem stundum dunda sér við að myndskreyta göngin. Það finnst starfsmönnum borgarinnar ekki flott og því koma þeir yfir sumartímann einu sinni í viku og mála göngin hvít. Hægt að stilla klukkuna eftir þeim. Og í gærmorgun þegar ég dró frá klukkan átta mætti mér sú gleðilega sýn að þeir voru mættir. Með málningarrúllur að vopni hömuðust þeir í gögnunum að mála. Í fyrsta skipti á þessu ári - það bara hlýtur að þýða að það sé komið vor, er það ekki?
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
jú það er sko að koma vor - svaladyrnar farnar að vera opnar síðdegis svona þá daga sem ég er komin nægilega snemma heim svo ekki sé talað um allt rykið sem er farið að vera aðeins of augljóst í birtunni
Rebbý, 19.3.2008 kl. 10:11
Já og ennþá bjart kl. 8 á kvöldin !
Bibba (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.