16.3.2008 | 09:52
Næææs
Vinir mínir skipta mig miklu máli. Ég segi kannski ekki að sólin snúist í kringum það, en það fer nærri því. Það er fátt skemmtilegra en að eyða kvöldstund með þessu skemmtilega fólki og í gærkvöldi var enn eitt svona vinakvöldið. Heimasætan var að gera sig klára fyrir teiti með vinkonu sem hefur ekki séð til mín eða vina minna áður. Vinkonan horfði á okkur brosandi þegar "krakkarnir" fóru að koma, blaðskellandi og með látum, allir faðmaðir og kysstir í bak og fyrir. Íslenska og enska töluð í bland án nokkurar reglu að því sýnist. "Vá, er partý?", spurði vinkonan mín en ég hló og sagði að þetta væri bara vinakvöld.
Við komum okkur vel fyrir inn í stofu. "Wow! Do you have mac now? I would like to have one like that..", sagði kattadómarinn með stjörnur í augunum og bað um að fá að kíkja á sænsku undankeppni fyrir Eurovision í nýju tölvunni. Sat svo strauk henni blíðlega. Skyndilega rann upp fyrir mér að ég hef aðgang að sænsku sjónvarpsstöðvunum og áður en við vissum að vorum við farin að sleppa okkur yfir sænsku Eurovision, hlógum af skemmtiatriðunum, hrópuðum og kölluðum yfir stigatalningunni, umfram allt blöðruðum og hlógum, hlógum og blöðruðum. Unglingarnir komu til að kíkja á hvað væri í gangi. "við erum að horfa á sænsku undankeppnina fyrir Eurovision", útskýrði ég og fékk í staðinn furðusvip frá þeim. Þær trítluðu á leið í teitið og nýja vinkonan hvíslaði að heimasætunni: "Mikið rosalega er þau skemmtileg og fyndin". Ekki slæmur dómur það að lifa við. Enduðum með að vaka fram á nótt, spila tónlist, slúðra, dansa smá og bara hafa gaman. Já, einmitt - þó sólin snúist ekki um vini mína þá get ég ekki hugsað mér lífið án þeirra.
Prinsinn leiddi okkur hjá sér fyrri part kvöldsins þar sem hann sat í tölvuleik. Hann hefur greinilega mikið umgengist unglingana síðustu vikur. Jebb, hann er nefnilega að fá sömu takta. "Nææææs", segir hann með sama tóni og áherslu og heimasætan þegar hann sér eitthvað sem honum líkar. "Nææææs", segir hann og horfir á nýju tölvuna. "Nææææs", segir hann yfir matnum, yfir bókum, yfir sjónvarpsþáttum, yfir gæludýrunum. "Nææææs" er greinilega orðið þessa dagana og þetta skellur á mér í síbylju þar sem segja þetta til skiptis systkinin... ætli ég verði ekki næsta fórnarlamb þessa ávana. Næææææs
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Næææææss en hvernig er með páskana, eru þeir ekki að byrja að bókast??
Rebbý, 16.3.2008 kl. 12:24
Hey! Jú, þetta var bara smá upphitun fyrir páskana sem verða skemmtilegastir ever... Nú þegar er bæði búið að plana póker kvöld og svo "partý og co." kvöld. Þurfum bara að ákveða hvaða kvöld fer undir hvað... Hver veit nema við höldum áfram í actionary og kannski tökum eitt Sing Star kvöld. Allir velkomnir ;)
Páskarnir rokka! Strax farin að hlakka til.
Vilma Kristín , 16.3.2008 kl. 15:43
jeminn eini hvað er mikið fjör á þér Vilma... ég held að ég sé orðin gömul.... er búin að eyða þessari helgi í að reikna út hvað ég get sofið mikið um páskana, hvað ég eigi að hafa í matinn á páskadag og hvort ég eigi frekar að fara Esjuna eða auka hlaupaferð... og ég verð ekki einu sinni 39 fyrr en í apríl :S
adda.... (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.