15.3.2008 | 19:55
Ég gerist fjölþreifin
Tölvan á heimilinu okkar hefur þjónað okkur vel og lengi. Hún er væntanlega að verða 7 ára bráðum og hefur gengið í gegnum ýmislegt, óþolinmóða unglinga, fiktsaman prins, pirraðann forritara og 4 ketti sem trampa á henni til skiptis. Áfram hefur hún snúist og snúist og safnað upp gögnum og hleypt okkur á internetið.
Eitthvað var hún farin að vera léleg til gangs og svo kom að unglingurinn fjárfesti í eigin tölvu. Ég og prinsinn hnoðuðumst áfram á þeirri gömlu. En svo fór ég að vinna... fór í vinnuna og kom eiginlega ekki heim fyrr en hálfum mánuði síðar. Heimasætan gætti bús og ætlaði að gera góðverk fyrir gömlu þreyttum mömmu. Slökkva á tölvunni fyrst mamma gleymdi því alltaf. Það eina sem heimasætan vissi ekki var að takkinn til að kveikja var orðinn bilaður og því hefur gamla tölvan staðið óhreifð um skeið. Uppfull af gögnunum okkar, en harðneitar að kveikja á sér.
Ég hugsaði sem svo að sennilega væri kominn tími á að ég fjárfesti í nýrri tölvu. Og fór að velta fyrir mér hvar ég ætti að versla og í hverju ég ætti að fjárfesta. Það eru úr mörgu að velja og ég svosem ekert að flýta mér. En ég endaði í dag á nokkru sem enginn hafði séð fyrir. Jebb, ég stakk af úr PC heiminum og endaði á að fá mér MacBook Pro, samkvæmt ráðum sem líffræðingurinn hefur otað að mér síðustu dagana. Nú sit ég og reyni að læra á alveg nýtt verkfæri, rembist við að finna hitt og þetta, prófa eitt og annað. Og um leið er ég orðin FJÖLÞREIFIN... því nýja vélin er með "multi touch" tóli sem á íslensku útleggst (í þýðingu hins ágæta líffræðings) sem fjölþreifin. Ekki amalegt!
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.