Ég er fegurðardrottning

... og brosi gegnum tárin. 

Ég varð að taka á honum stóra mínum í dag að hoppa ekki og skoppa um af ánægju og monti.  Taka á honum stóra mínum svo ég myndi ekki hrópa upp yfir mig af gleði og hamingju.  Tilefnið var sennilega lítilfjörlegt í augum flestra. En í mínum augum stórmerkilegt og í augum Ásdísar vinkonu minnar stórkostlegt.

Spennan var magnþrungin þar sem þrír litlir kettlingar biðu uppá borði á meðan kattadómararnir vógu þá og mátu.  Ásdís titraði af spenningin og ég og Brynja vorum tilbúnar að grípa hana ef það liði yfir hana af spenningi.  Svo var komin úrslitastund.  Fallegasti kettlingur sýningar er engin önnur en Vongóða Vilma!  Nefnd í höfuðið á mér!  Litla barnabarnið mitt, en ég ræktaði sko mömmu hennar, hana Skógardís.  

Formaður félagsins glotti við þegar hann las upp nafnið á kettinum og bætti við skýringu á nöfnum kettlinganna hennar Ásdísar en allar læðurnar eru nefndar í höfuðið á öðrum rætkendum. "Til dæmis henni Vilmu", sagði hann í hljóðnemann og nikkaði til mín.  Ég brosti útaf eyrum og belgdist öll út, eins og ég sjálf hefði verið kosin ungfrú Ísland.  "Hún er sko langsætust...", sagði ég við fólkið sem sat á næsta bekk og kinkaði kolli af sannfæringu um leið.  Þau þorðu ekki annað en að samþykkja það.

En eins og þetta hafi ekki verið nóg þá var gotið hennar Ásdísar (með Vongóðu Vilmu innanborðs) valið besta got sýningar líka.  Ekkert smá stór dagur fyrir litla ræktandann minn og sætu kisurnar hennar.  Skemmtilegt að kíkja við og sjá úrslitin, en mikið svakalega var ég fegin að vera ekki að sýna núna.  Vá, maður! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

til lukku með vongóðu Vilmu
hefðir nú ekki bara getað verið að sýna eftir alla þessa vinnutörn

Rebbý, 9.3.2008 kl. 04:25

2 Smámynd: Snjóka

Bíddu varst það ekki þú sem ætlaðir ekki á næstu kattasýningu???

Annars biður sólin að heilsa þér héðan frá Barcelona, 20 stiga hiti og ég búin að skokka eftir ströndinni í morgun, þvílíkt ljúft. Kem held ég ekki bara ekki heim aftur í snjóinn

Snjóka, 9.3.2008 kl. 11:52

3 Smámynd: Vilma Kristín

Sko ég fór bara sem áhorfandi, stóð alveg við það að sýna ekki í þetta skiptið.  Svo ljúft að vera bara alveg frí og frjáls þarna :)

Vilma Kristín , 9.3.2008 kl. 18:06

4 identicon

He he he ég var vissum að heitið á færslunni yrði "ég er fallegust.." ;) , þetta var frábært!!!!

Hrund (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband