7.3.2008 | 07:23
Alveg bilað...
Í dag bilaði síminn minn allt í einu. En ég get eiginlega ekki verið leið yfir því, bara alls ekki. Núna á ég nefnilega fyndnasta bilaða síma í heimi. Langbestur.
Þetta byrjaði allt í morgun þegar Ása hringdi í mig og ég var á fundi og gat ekki svarað. Ég ýtti á að láta hringinguna fyrir þetta símtal vera "silent". Svo fór ég bara að vinna og hugsaði ekki meira um þetta fyrr en ég leit fyrir rælni á símann og sá að það voru 3 símtöl sem ég hafði ekki svarað. Mjög skrítið þar sem ég hafði haft hann í vasanum allan tímann.
"Hmmm", hugsaði ég. Og svo reyndi ég að hringja í símann sem ljómaðist allur upp, en hringdi ekki. Ég reyndi að stilla á "general" - þó hann væri greinilega svoleiðis stilltur og prófaði að hringja aftur. Enn ljómaði síminn en hringdi ekki. Ég fiktaði og fiktaði en allt kom fyrir ekki. Engin hringing.
Ok, ég sættist á að síminn væri bilaður og ég yrði bara að hafa hann uppi við og fylgjast með honum ljóma. En nei, þá tók hann uppá að hringja. Ég dauðhrökk við þegar hann fór að spila eitthvað lag sem ég hafði aldrei heyrt áður. Næst þegar hann hringdi spilaði hann annað lag. Næstu tvö símtöl voru svo hljóð með uppljómuðum síma.
Allir í kringum mig eru farnir að flissa yfir þessu. Síminn er ýmist hljóður eða hringir og hringir aldrei sömu hringingunni. Ég á ekki möguleika á að þekkja hvenær minn er að hringja og hvenær einhver annar. Nú á ég semsagt óvissusíma :)
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
En spennandi að eiga svona óvissusíma :D
góða helgi
adda (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:30
bara fútt hjá þér - spurning að prufa að hringja og hrekkja þig þannig smá
Rebbý, 7.3.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.