Heilsuvika!

Þessa vikuna er heilsuvika í vinnunni minni.  Óskaplega spennandi.  Fullt af hlutum að prófa, fullt af hlutum að gera, fullt af fyrirlestrum, fullt af heilsusamlegum mat, fullt af hinu og þessu. Gott mál.

Eina vandamálið er að þetta er vikan sem ég og eyjamaðurinn gerðum heiðarlega tilraun til að leggja okkar eigin heilsu í rúst.  Hjá okkur er svona anti-heilsuvika.  Jebb.  Við reyndum að drepa okkur á vinnu.  Við höfum unnið um það bil tveggja vikna vinnu á 6 dögum. Prófuðum að sleppa slatta af svefni,  er ekki tæpir fjórir tímar að meðallagi á nóttu nóg?  Og á milli þess sem við gúffum í okkur skyndibita af öllum gerðum, dettum ofan í nammikassana og þömbum gos í ómældu magni sveltum við okkur. 

Á mánudaginn kom yfirmaður okkur í vettvangsferð bara til að kíkja á okkur. Honum leist ekkert á gjörsamlega vansvefta fólkið sem tók á móti honum.  Hann endaði á að vera hjá okkur nærri allan daginn til að hjálpa til, sífellt að reyna að fá okkur heim að sofa.

Á þriðjudaginn kíkti hann í heimsókn til okkar um þrjúleitið.  Við urruðum á hann þar sem við sátum spennt við tölvurnar og eltum EDI skeyti fram og til baka.  Ástæðan fyrir urrinu var hungur.  Klukkan að verða þrjú og við ekki enn búin að finna tíma til að borða morgunmat, hvað þá hádegismat - ekki einu sinni búin að koma niður kaffibolla eða gosi.  Hann brunaði útí búð og kom til baka klifjaður af mat, dró okkur inní herbergi þar sem við réðumst á pokana á meðan hann passaði hurðina.

Í dag ákváðum við að fara bara í mat við fyrsta tækifæri. "Eigum við að fara uppí vinnu?", spurði ég.  Eyjamaðurinn leit á mig: "Það er heilsuviku! Hvað er í boði þar? Léttsteiktar linsubaunir með gulrótarstrimlum?" Þar með var ákveðið að drífa sig á næsta skyndibitastað sem fannst.  Nú er bara orðið erfitt að finna stað þar sem við höfum ekki borðað nýlega.  Veðjuðum á endanum á mexíkanskan sem var gott þar sem okkur var boðið í kínverskan um kvöldið.

Svo núna er heilsuvikan bráðum búin.  Þau uppí vinnu liggja og teyja sig í jóga, við sleppum eins miklum svefni og við komumst upp með.  Þau uppí vinnu skreppa í hressingargöngutúra, við sitjum eins fast og við getum við tölvuna, lágmark 13 tíma á sólarhring - helst allt í einu.  Þau uppí vinnu borða heilsumat og grænmeti, við borðum djúpsteiktan mat og súkkulaði í eftirrétt.  Þau uppí vinnu fara í nudd, við söfnum vöðvabólgu eins og okkur sé borgað fyrir það.  Þau uppí vinnu fara í blóðþrýstingsmælinu, við stressum okkur upp.  Þau uppí vinnu fara á fyrirlestra, við hlaupum um og messum yfir óbeyttum viðskiptavinum.  Þau uppí vinnu fá heilsugjafir, við söfnum baugum og bjúg.

Vonandi tekur ekki meira en viku að koma líkamsklukkunni aftur í gang, losna við bjúginn, vinna á vöðvabólgunni og ná blóðþrýstingnum niður.  Ætli við köllum ekki þá viku heilsuviku...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auuuumingja Vilma

Bibba (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Rebbý

kellan mín - það er aldeilis - greinilegt að brósi minn var ekki að fylgjast með ykkur því þá hefði verið hugsað betur um ykkur

Rebbý, 6.3.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband