Eins og þjófar að nóttu...

Ég og eyjamaðurinn, aka Dr.kerfi,  erum á kafi í vinnu þessa daganna, það tekur því varla að fara heim yfir blánóttina.  Höfum eiginlega ekki tíma til að borða heldur.  Í kvöld sátum við svo sæl og ánægð hjá viðskiptavininum og unnum, reyna að komast eitthvað uppúr verkefnasúpunni sem við erum í.  Allir farnir heim, við ein í húsinu að forrita og grufla. 

Við höfðum fengið skýr fyrirmæli um að þjófavarnarkerfið færi á að miðnætti, eða réttara sagt tíu mínútur yfir.  "Og ekki vinna lengi, krakkar!", kallaði tölvukonan til okkar, brosti og veifaði þar sem hún hvarf inní lyftuna um átta leitið.  Við lofuðum að hætta snemma og settumst við tölvurnar.  Sukkum lengra og lengra í allskonar spennandi mál eins og frétektir í birgðum, stöðum á pöntunum og fleira.  Sukkum svo djúpt að við fylgdumst ekki alveg með hvað tímanum leið.  Og hann leið, og leið.  Skyndilega rak ég augun í að klukkan var alveg að nálgast miðnættið. 

Við spruttum á fætur og rifum saman dótið okkar, hlupum eins og hauslausar hænur um allt.... Ekki gleyma neinu, ganga snyrtilega frá og þar sem við ætluðum að drífa okkur niður mundi eyjamaðurinn að skórnir hans og taskan voru uppá þriðju hæð, en við stödd á annara.  Æ, æ... en við áttum góðar tíu mínútur eftir. Ekkert mál.

"Tökum lyftuna", sagði ég.  Þar sem ég hafði heyrt frá starfsfólki að ef maður tæki lyftuna upp og sæi að ljósin voru slökk þýddi það að kerfið var á. Þá getur maður, samkvæmt sömu heimildum, staðið alveg grafkyrr og beðið eftir að lyftan lokaðist.

Við æfðum okkur í að standa alveg kyrr upp við vegg lyftunnar og flissuðum eins og smákrakkar. Lyftan opnaðist á þriðju, öll ljós kveikt.  Ekkert mál.  Enn hálfflissandi stukkum við af stað að sækja skónna.  Einn meter, tveir metrar, þrír metrar. 

Ljósin slökknuðu skyndilega á allri hæðinni og hávært viðvörunarflaut glumdi um allt.  Einhver hafði sett kerfið á um leið og við stigum inná hæðina. Fyrsta ráðið var að snúa við og hlaupa að lyftunni sem lokaðist á nefið á okkur.  Ég emjaði af hlátri og í panikk kasti reyndum við að finna síma og hringja í tölvukonuna.  "Hæ, þetta er ég...", æpti eyjamaðurinn í símann undir beljandi bjölluhljómi og uppskar hláturrokur tölvukonunnar. 

Þarna stóðum við semsagt eftir miðnætti, í algjöru myrkri með þjófavarnarkefið á í ókunngu fyrirtæki.  Þarna stóðum við og hlógum eins og vitleysingar.  Skyndiákvörðun eyjamannsinn varð til þess að hann ákvað að leggja allt í sölurnar til að bjarga skónum sínum og hann reyndi að setja met í skóhlaupi með þeim afleiðingum að hann hálfhljóp á glerhliðið sem varnar óviðkomandi inngöngu.  Ég opnaði lyftinu og hélt henni opinni og hneig saman af hlátri.

Við illan leik komumst við niður á fyrstu hæð, þar sem ég hafði hrædd öryggisvöriðinn síðasta laugardag.  Og með dyggri símaaðstoð náðum við að taka kerfið af.  Svo tók við tuttugu mínútna slagur við að koma því á aftur.  Ekki gátum við skilið húsið eftir eftirlitslaust.  Nei, nei.  Ítrekaðar tilraunir okkar skiluðum litlum árangri og við vorum orðín hrædd um að við þyrftum að kalla út hrædda öryggisvörðin þegar skyndilega við náðum að setja kerfið á þriðju hæðina. Þá var bara eftir fyrsta hæðin.  "Ertu tilbúin?", spurði eyjamaðurinn og setti upp alvarlega svipinn.  Við tókum allt dótið okkar í fangið og vorum tilbúin að spretta út.  Það hefur sennilega aldrei neinn verið svona fljótur útúr húsinu áður, en ósköp vorum við fegin að komast undir bert loft án þess að þurfa að kalla á eigandann til að leysa okkur út.  Pössum okkur að fara aðeins fyrr heim næst...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver segir svo að tölvufólk lifi ekki spennandi lífi :)

Bibba (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:34

2 Smámynd: Rebbý

ekki gera útaf við þig vinkona - verður að vera smá orka eftir um páskana

Rebbý, 5.3.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband