Þú hér?

Ég skondraði útúr lyftunni, dauðfegin að vera á heimleið eftir enn einn langan daginn í vinnunni og óskaplega takmarkaðann svefn.  Gekk beint í fangið á öryggisverði sem tók stökk aftur á bak og horfði á mig með furðusvip.  Hann var þó nokkuð fljótur að jafna sig og setja upp prófessional svip. 

"Nei, sæl!  Ert þú hér?", spurði hann mig og brosti við.  Nú var ég í smá vandræðum.  Ég er nefnilega ómannglögg með afbrigðum.  Var hann svona kumpánlegur af því að hann þekkti mig?  Átti ég að þekkja hann?  Var hann kannski skyldur mér?  Hvað átti ég nú að gera.  Ég reyndi að vera glaðleg (þrátt fyrir baugana og að geta varlið hamið geispana) og svaraði: "Já, hæ!  Ég er hér..." og vonaði bara að næsta sem hann segði myndi gefa til kynna hvort hann þekkti mig...

"er fleira fólk í húsinu?", spurði hann til baka og hélt svo áfram: "Ég var nefnilega að stilla kerfið á VÖRÐ". hjúkk, hann þekkti mig ekki persónulega svo ég gat hætt að hafa áhyggjur af því að þurfa enn einu sinni að halda uppi samræðum við einhvern sem greinilega þekkir mig en ég hef aldrei séð áður, hef ekki góða reynslu af því.  "Já, já, fullt af fólki uppá þriðju hæð", svaraði ég að bragði og sá að ég hafði komið akkúrat á réttu mínútunni niður, annars hefðum við sennilega sett kerfið hressilega í gang - enda var enginn að spá í þjófavörn þarna uppá þriðju.

En nú er ég orðin of sein í vinnunna - langur sunnudagur í dag... og unglingurinn sem átti að passa er týndur.  Held ég sé samt búin að finna hana svo ég komist í vinnuna, get ekki beðið eftir að komast af stað og sjá hvernig allt gengur í dag... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

ohh að er fátt verra en vera að teygja úr sér og labba fram á gang þegar fólk hefur ekki tekið eftir því að maður sé enn við vinnu.
hef upplifað þetta það oft að mér brá ekki einu sinni síðast þegar kerfið fór af stað þegar ég stóð upp úr stólnum mínum

eins er þetta með að vera ómannglöggur .... skelfilegt við að lifa ... það er enn að koma fólk sem kom reglulega til okkar í vinnuna í gamla gamla daga og heilsar manni eins og besta félaga svo þegar farið er að spjalla þá afgreiddi maður það á kassa fyrir 20 árum síðan ... hvað er það?

Rebbý, 2.3.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband