1.3.2008 | 02:46
Í skjóli myrkurs
Það tísti í okkur þegar við byrjuðum að fremja gjörning í vinnunni í skjóli myrkurs. Í alvörunni, hvað á maður að gera ef maður er fastur í vinnunni. Fastur fram á nótt og er að bíða eftir keyrslum í tölvukerfum. Við erum búin að gera allskonar keyrslur í kvöld, við erum búin að vera agalega dugleg. Núorðið er stuttur vinnudagur svona um 13 tímar, 17 tímar og meira er eðlilegt. Sem er útaf fyrir sig ekki eðlilegt.
Þarna sátum við og biðum eftir keyrslum og afritum og einhverju slíku. Hvað áttum við að gera? Jú, standa í flutningum. Og því byrjuðum við að laumast um, aftengja tölvurnar okkar, flytja dótið okkar, stilla upp á nýjum borðum, tengja uppá nýtt. Taka til á borðunum, henda gömlum blöðum og drasli. Er nokkur tími betri í þetta?
Skyndilega stakk eyjamaðurinn hausnum inn til okkar: "Hvað eruð þið að gera? Eruð þið að flytja?" Við hlógum við og viðurkenndum, nokkuð góð með okkur, að við hefðum ákveðið að breyta aðeins til. Hann hristi hausinn yfir okkur og trítlaði sem leið lá aftur inní holuna sína til að tölvugúrúast eitthvað meira.
Það er ákveðin stemming svo sem að vinna fram á kvöld við gangsetningar, en núna er þetta eiginlega alveg að verða gott. Að komast aldrei heim fyrr en liðið er fram á nótt er aðeins of mikið. En það er svo sannarlega gaman hjá okkur. Hálfringluð af þreytu og svefnleysi flissum við eins og smákrakkar yfir heimskulegum hlutum.
"Afslátturinn varð bara króna....", sagði eyjamaðurinn og skellti uppúr, ég og Raggi veltumst um að hlátri. Óskaplega fyndið. Held að kímnigáfa minnki í alveg réttu hlutfalli við þreyta - semsagt þannig að eftir því sem maður verður þreyttari þeim mun ómerkilegri hlut þarf til að láta mann springa úr hlátri.
Vonandi eigum við ekki marga klukkutíma eftir - enda eigum við að vera mætt aftur í vinnu klukkan níu í fyrramálið, hress og spræk, fín og sæt.... einmitt
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
uss kona - hvað með börnin, kettina, fuglinn, fiskinn og hvað eina sem heima hjá þér finnst?
eins gott reyndar svo að þú hittir mig ekki á síðustu klukkutímunum hjá þér fyrst kímnigáfan er orðin svona slöpp ..... ég myndi drepa þig úr hlátri og kýs að gera það ekki.
Rebbý, 1.3.2008 kl. 11:15
Ætla bara rétt að vona að borðið mitt sé á sínum stað :)
Bibba (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.