29.2.2008 | 08:48
Strokið mikla
Þegar ég kom heim í gær úr vinnunni... já, eða í nótt á maður kannski að segja þar sem klukkan var að byrja að ganga þrjú, undraði ég mig á að sjá stéttina fyrir framan hjá mér alla útsporaða. Í skínandi fallegum snjónum voru hundruð lítillia fótspora, þvers og kruss. Og þá á ég við pínulítil fótspor, greinilega eftir ferfætlinga. Fyrst velti ég því fyrir mér hvort ég væri nokkuð farin að dreyma enda yfir mig þreytt eftir allt of langan vinnudag, svo langan að ég átti erfitt með að sjá hvernig ég ætlaði að mæta í vinnu núna í morgun.
Í morgun fékk ég svo skýringu á öllu fótsporunum eða loppusporunum. Þar sem ég stóð við spegilinn og reyndi að hafa mig til með stýrurnar í augunum fór ekki framhjá mér að það var óvenjumikill fyrirgangur í eilífðar kettlingnum henni Graffiti. Hún hljóp fram og til baka. Hoppaði uppá húsgögn, niður af húsgögnum, stökk uppá kommóðu og renndi sér á rassinum og endaði í hrúgu á gólfinu með öllu sem á kommóðunni var. Sprettur uppúr hrúgununni til að hlaupa inná bað og taka æfingar í baðkarinu. Ég starði með furðu á köttinn láta eins og bjána.
"Hún slapp út í gær", tilkynnti heimasætan: "og hún hefur látið svona síðan" Graffiti hljóp frammhjá okkur á urrandi siglingu og þaut upp kattaklóruna og niður aftur. "Ó", svaraði ég: "eru sporin hérna úti sem sagt eftir hana?" Heimasætan jánkaði og sagði betur frá strokinu mikla, þar sem bæði Graffiti og Þula höfðu strokið útum opna hurð og verið úti nokkurn tíma áður en fattaðist að hurðin var opin. Það þurfti þó ekki að leita langt þar sem þær fundust báðar á stéttinni, hoppandi um eins og apakettir. Heimasætan kippti þeim inn en varð svo að lifa við ofvirka Graffiti það sem fer ekki fram hjá neinum...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
merkileg þessi fjölskylda þín ..... kötturinn hefur lært eitt og annað af þér semsagt (need not say more
)
Rebbý, 1.3.2008 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.