26.2.2008 | 23:08
Líf mitt sem sæbjúga
Ég ligg bara á sjávarbotninum. Í rólegheitum. Ekkert áreiti. Engar áhyggjur. Veltist um eftir sjávarföllunum, rúlla um gjörsamlega sama um hvert ég fer og hvenær. Ekkert stress. Engin læti. Enginn hávaði. Bara fullkomlega áhyggjulaust líf. Já, ég er sæbjúga. Ótrúlega hamingjusamt sæbjúga.
Hálf skælandi undan álagi síðustu daga settist ég hjá líffræðingnum og bar á borð allar áhyggjur mínar. Hann horfði á mig hugsandi og hlustaði brosandi á allt sem ég hafði að tala um, segja frá. Um allt álagið, allar áhyggjurnar, öll verkefnin bæði í vinnunni og í félagastarfinu. Einhvern veginn hefur mér tekist að hafa ein stór verkefnaskil næstu helgi. Blaðið á að fara í prentun og nýjasta tölvukerfabarnið mitt og hinna brjálæðingann á að spretta fram fullskapað. Spretta fram og hlaupa... þannig séð.
Eftir að hafa hlustað um stund fékk ég að njóta enn eins líffræðingsgullmolans. Í þetta skipti kom hann með fróðleik um hið stórmerkilega sæbjúga. Sem lifir áhyggjulaust. Alveg merkilegt. Síðan þá hefur mig dreymt um að verða sæbjúga í næsta lífi. Og þegar ég leggst upp í rúm og get ekki sofnað fyrir hugsunum sem heltaka mig, hugsunum um greinar, forrit, gögn, tölvupósta sem á eftir að svara, símtöl sem þarf að hringja, fólk sem þarf að tala við... þá vef ég sængina aðeins þéttar að mér, klemmi aftur augun og ímynda mér að ég sé sæbjúgað sem bærist á sjávarbotni. Geðheilsu minni bjargað í bili.
Eina sem ég verð að passa er að rugga mér ekki of mikið svo ég velti ekki fram úr rúminu...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
Þetta er gullkorn sem ég ætla að geyma
Bibba (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 22:13
hahaha - gott að fá svona aðstoð frá vinum og vandamönnum
þetta er eins og þegar Valla fyrrum vinnufélagi okkar sagði alltaf "hugsaðu bara til þess hvað þér er heitt á sólarströndinni" ef maður kvartaði yfir kulda ... átti alveg að virka til að hlýja manni - but never did.
Rebbý, 27.2.2008 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.