Ég dey úr hræðslu.. næstum

Ég hef sjaldan á ævinni verið jafn hrædd og síðasta fimmtudag.  Það sem maður leggur á sig fyrir félagslífið er bara ótrúlegt,  það er ekki margt í heiminum sem fær mig útí aðra eins fífldirfsku. Enda lagði ég þarna líf mitt að veði, í nokkurn tíma var ekki alveg ljóst hvort ég kæmist lifandi úr þessum leiðangri eða ekki. 

"Heyrðu, þetta er uppi, kíkjum þanngað", sagði vöruhúsastjórinn og benti á glannalegan hringstiga úr járni.  Já, sko - ef glerstiginn er erfiður þá er þessi helmingi verri.  Versti og glæfralegasti stigi sem ég hef reynt mig við. Sko, ok, hann er úr járni. Gott mál.  En af hverju gátu þeir ekki bara haft hann úr gegnheilu járni?  Í staðinn er hann úr svona járnristum þannig að maður sér alls staðar niður.  Langt niður á bert steypugólfið.  "Þú getur þetta... mundu eftir málstaðnum", sagði ég í hljóði við sjálfa mig.  Beit svo á jaxlinn og trítlaði af stað upp.  Ríghélt í handriðið og reyndi að horfa ekki niður. Svo þegar ég var örugglega búin að labba upp í hálftíma varð mér á að líta niður.... WOW! Er ég svona hátt upp!  Ég andaði aðeins örar og herti takið á handriðinu.

Þegar við komumst loks uppá háaloftið reyndi ég að útiloka allar hugsanir um það að ég þyrfti niður aftur.  Reyndi að hugsa ekki um það hvernig ég myndi kremjast á gólfinu, brjóta öll bein og þjást óskaplega ef ég dytti úr stiganum - það er að segja ef ég lifði það af.  Næsta klukkutímann dunduðum við okkur á háaloftinu við að máta grímubúningu og prófa þá aftur á bak og áfram.  Lakkrískarlar, tígrisdýr, kettir eða púkar - okkar var valið.

Svo kom að ferðinni niður.  Það sem verra var að nú þurfti ég að bögglast með risastóra og þunga búninginn í höndnum. "Þú ferð á undan", skipaði ég Ragga sem hlýddi.  Gott að hafa hann sem stuðpúða ef ég dett sko. Á miðri leið niður stigann fraus ég nærri og gafst eiginlega upp.  "á ég að halda fyrir þig á búningnum", spurði herramaðurinn Raggi og teygði sig upp eftir honum.  Ég jánkaði, óskaplega fegin því nú gæti ég notað báðar hendur í að halda mér.  Einhvern veginn tókst mér að komast niður, lifandi og í heilu lagi.  En núna liggur fyrir að fara aftur þarna uppá morgun til að ganga frá eftir okkur og ég get ekki neitað því að ég er farin að fá létt í magann.  Hver veit, kannski verð ég veik á morgun bara.  Veik af lofthræðslu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snjóka

Er ekki bara málið annaðhvort að láta Ragga stjana aðeins við sig og fara upp með báða búningana eða hugsa ekkert um lofthræðsluna og strorma upp/niður stigann áhyggjulaus? 

Snjóka, 24.2.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband