Ég er vitstola!

Ég gjóaði augunum að manninum í KR-búningnum sem valdi að hylja andlit sitt með skíðahúfu og sólgleraugum. Hann var ansi skuggalegur þar sem hann hélt sig til hlés og gekk fram og til baka og virtist vera að fylgjast með okkur. Öðru hvoru tók hann upp golfkylfu og velti henni á milli handanna - þá fórum fyrst alvarlega að spá hvort það gæti verið að þetta væri einhver glæpamaður sem hafði bara laumast inn til okkar. Svo leit ég yfir hópinn og sá að skíðahúfu kr-ingurinn passaði bara mjög vel inní hann. Þarna voru samankomnir indverjar, egypskar prinsessur, kúrekar, senjorítur, glanspíur frá 1985, tælkvenndi og púkar. Fullorðið fólk samankomið í heimahúsi til að hafa gaman, allir í grímubúning til að lífga aðeins uppá svartasta skammdegið.

Sjálf var ég klædd um sem Grettir brettapúki, í óskaplega heitum búningi sem ég fékk lánaðan hjá uppáhaldsfyrirtækingu mínu, Nóa Síríus. Það tekur alveg á að bögglast um í margar klukkutíma í þykkum bólstruðum búning, í risaskóm og draga á eftir sér hala sem allir stíga á. Aðalvandamálið var þó að borða, enda var ég bara með 3 stóra og mjúka putta á hvorri hendi. Ég hafði óskaplega litla stjórn á þessum puttum sem virtust alltaf fara í öfuga átt við það sem ég vildi. En á þrjóskunni komst ég í gegnum kvöldið í óskaplega fyrirfaramiklum búningnum, reyndi bara að blaka vængjunum og reka bumbuna ekki of mikið utan í allt og alla. Uppskar í staðinn fullt af samúðarfullu klappi á mallakútinn. Það er eitthvað við risastóra hnöttótta maga sem fær fólk til að vilja koma við.

Við vorum rétt byrjuð að borða þegar inn úr dyrunum snarast mikilfenglegur og örugglega frægur maður, beint frá austur evrópu. Hann var þarna mættur til að skemmta okkur með söng og gítarspili og beið ekki boðana við að kynna sig og útdeildi til allra nafnspjöldum - því miður á rússnesku og því óskiljanleg. Engu að síður var honum mikið í mun að láta okkur taka við og kynnti sig með nafni fyrir öllum, Dimitri Vitstola. Íslenskukunnátta rússans var nú ekki uppá marga fiska en hann reyndi þó virkilega að gera sig skiljanlega með sterkum hreim. Harðneitaði að borða, enda það erfitt með fyrirfaramikla og stórfenglega mottu á efri vörinni.

Reif svo upp gítar og byrjaði dagskrá kvöldsins. "Betsameeeeeee, betsameeeee mútsjó....", söng hann angurvær svo öllum vöknaði um augun og hélt svo áfram með lagið á rússnesku. Við af því tók annað rússneskt lag, örugglega þjóðlag, mjög dramatískt allt saman. Með bendingu og bjöguðu íslenskunni sinni reyndi hann svo að fá okkur til að taka undir. Takmörkuð kunnátta á rússneskum þjóðlögum fékk okkur hins vegar til að sitja bara í grímubúningunum okkar og njóta skemmtunarinnar.

Smá saman, eftir því sem leið á kvöldið fór hinn stórkostlegi Dimitri Vitstola að að taka breytingum. Og í ljós kom að einhvers staðar undir svörtu hroknu hárinu, myndarlega yfirvaraskegginu og glannalegum sólgleraugunum leyndist líffræðingurinn og jafnframt einhver besti skemmtikraftur í bænum sem skipti yfir í söng á íslensku svo við gátum tekið undir og sungið fram eftir kvöldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

viss um að þetta hefur verið snilldarkvöld ..... mæli enn og aftur með því að allir prufi svona grímupartý/-dansleik

Rebbý, 24.2.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband