Þörfin

Renndi heim úr vinnunni rétt um sex leitið. Barðist við löngunina um að fara beint í búðina, var víst búin að lofa prinsinum að koma með.  Ekkert annað að gera en að renna heim og sækja hann.  Keyrði á fullu heim, tók beygjurnar á tveimur hjólum og snarnegldi niður fyrir utan heima.  Hljóp inn og dró prinsinn með mér út.

"Við skulum vera fljót", sagði ég við barnið á meðan ég hjálpaði honum að renna upp og hrópaði svo á heimasætuna hvort hún væri með.  Hún var auðvitað upptekin við að "unglingast"  eitthvað og hrópaði bara til baka.

Þegar við komum í búðina gaf ég í og hvatti prinsinn áfram.  Löngunin varð bara sterkari og sterkari.  Ég varð hálfvonsvikin þegar ég sá þónokkra standa og bíða en kom mér engu að síður fyrir í hópnum.  Var nærri búin að klappa saman höndunum af gleði þegar indælis maður bauð okkur að vera á undan.

Loksins, loksins fengi ég það sem ég hafði þráð í allan dag.  Ég var að springa úr löngun. "Ég ætla að fá ýsu í raspi... og... og fiskibollur", hálfæpti ég á drenginn í fiskborðinu.  Trítlaði svo glöð í átt að kassanum og veiddi reykta ýsu uppúr frystinum.

Þessi ógurlega löngun í fisk kom mér svolítið í opna skjöldu, ég er ekki fiskitýpan.  En nú er ég búin að kaupa fisk í næstu þrjá kvöldmata og er farin að plana næstu ferðir til að sækja meiri fisk.  Sit svo hér og maula nasl... já, það er fiskur... harðfiskur.... ætli ég sé að breytast í kött? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar þú byrjar að borða TÚNFISK, þá skal ég hafa áhyggjur ;)

Bibba (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Rebbý

hvað á ekki að bjóða mér í mat?

Rebbý, 20.2.2008 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband