Hringrás lífsins

"Aumingja fuglinn", sagði prinsinn minn með tárin í augunum og staði fram fyrir sig. "Ha?", svaraði ég og var ekki alveg að skilja hvaðan þetta kom. Hvaða fugl var barnið að tala um.  "Já,aumingja fuglinn. Hann er dáinn.", hélt prinsinn áfram og starði nú niður á kjúklingabitana á disknum.

Augnablik hélt ég að hann ætlaði að snúast í grænmetisætu úr þeirri ægilegu kjúklingaætu sem barnið er.  Það hefði svo sem ekki verið það versta.  Ég jánkaði honum og vissi ekki alveg hvað ég ætti að segja.  Var kominn tími "Hringrás lífsins" a la Lion King.  Ætti ég að vera ógurlega dramatísk og lita þetta öllum heimsins litum?  Vonandi fengi hann nú ekki martraðir í nótt.

En á meðan ég hugsaði var prinsinn greinilega kominn yfir þetta með aumingja fuglinn og á örfáum andartökum hreinsaði hann allt af disknum uppí munn og ofan í maga.  Eins og segir í laginu.  Enda er kjúklingur uppáhalds maturinn hans.  Stundum spyr ég hann hvað honum langar í kvöldmat, fyrst við erum bara þrjú í heimili fá börnin nú stundum að velja.  Ég gæti allt eins sleppt því að spyrja hann. Svarið er alltaf það saman: Kjúklingur.   En það er greinilega eitthvað að velkjast um þarna í kollinum á honum, einhver tenging á milli dýranna sem við horfum á í húsdýragarðinum og svo gómsæta kjúklingsins á disknum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband