Unga ég :)

Konan á afgreiðslukassanum andvarpaði og setti í brýrnar þegar ég byrjaði að raða vörunum uppá bandið.  Með greinilegum gremjusvip renndi hún þeim engu að síður í gegn.  Kergja hennar fór ekki framhjá mér þar sem ég stóð eins og illa gerður hlutur og beið eftir að hún byði mér poka.

Hún leit á mig með fyrirlitningu: "Viltu poka?" "Já, takk", svaraði ég og reyndi að kreista fram bros til baka.  Eitthvað fannst mér þetta nú samt skrítin og óvenjuleg afgreiðsla. Yfirleitt er starfsfólk vínbúðanna kurteist, bíður manni bréfpoka og hjálpar manni jafnvel að setja í þá.  En ekki núna.  Engir bréfpokar í boði og plastpokanum hent í mig.  Hvað er gerast?

Afgreiðslukonan stundi uppúr sér upphæðinni og beit saman tönnunum, eiginlega hvæsti upphæðinni útúr sér.  Ég, enn steinhissa á afgreiðslunni og ákveðin að láta ekkert koma mér úr jafnvægi, rétti henni kortið.  Hún tók við því, grandskoðaði það - rétti mér það svo til baka án þess að renna því í gegn: "Ertu ekki með eitthvað annað?" "HA?", spurði ég og ég verð að viðurkenna að þarna var ég farin að vera pínulítið þreytt á framkomunni. "Já, áttu ekki eitthvað annað en þetta kort?", hélt hún áfram og pottaði kortinu í áttinni til mín.  Ég stóð eins og hálfviti og skyldi ekkert hvað konan var að meina - hvað var að kortinu? Af hverju vildu hún ekki reyna að nota það? "Ha?", sagði ég aftur - orðlaus af undrun og hélt svo áfram: "Ég skil ekki, hvað viltu?"

"Já, áttu ekki eitthvað annað kort?  Eitthvað með kennitölu!  Ég verð að sjá hvað þú ert gömul", hreytti hún í mig - greinilega ákveðin í að stoppa þennan ólöglega ungling sem var að reyna að versla í ríkinu.  "Ja... ég veit ekki... ", stundi ég og leit örugglega mjög flóttalega út þar sem ég gramsaði í vösunum eftir einhverju með kennitölu - enn að melta þetta. Fann debetkortið mitt sem sem betur fer inniheldur kennitöluna mína og rétti dónalegu afgreiðslukonunni.

Svipurinn á henni þegar hún las kennitöluna mína var eiginlega óborganlegur.  Þarna var hún búin að vera eins dónaleg og hægt var við mig, greinilega hundfúl yfir að ég væri að reyna að laumast i gegn - hundfúl yfir að þurfa að skila öllu uppí hillu aftur og ætlaði sko ekki að tefja það með því að setja allt í bréfpoka líka. Bara til að komast að því að manneskjan sem hún stoppaði er komin langt á fertugsaldur. 

"Fyrirgefðu", stundi hún þegar hún rétti mér debetkortið til baka: "Viltu ekki fá bréfpoka utan um flöskurnar?" Ég hló bara og afþakkaði - fyrst ég gat sett allt í plastpoka beint þegar ég var ólöglegur unglingur gat ég það líka sem nærri miðaldra húsmóðir í Grafarvogi - ég er hins vegar ekki frá því að þetta hafi aðeins ýtt egóinu upp - langt síðan maður var stoppaður síðast....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

þig hefur verið að dreyma þetta ...... gamla 

Rebbý, 14.2.2008 kl. 17:48

2 identicon

Þú ert að grínast :)

Bibba (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband