12.2.2008 | 21:52
Móðursjúka ég
Ég sver það að prinsinn hefur aldrei fengið jafn ýtarlega og nákvæma læknisskoðun. Læknirinn tók þessu öllu mjög alvarlega og hlustaði með athygli á móðurina lýsa í smáatriðum öllu sem hægt var að finna að barninu. "Er hann búinn að vera veikur lengi?", spurði hún og mamman hristi höfuðuð og viðurkenndi að þetta væri fyrsti dagurinn - en einmitt þessvega væri enn mikilvægara að flýta fyrir bata unga mannsins.
Læknirinn trúði greinilega að þetta væri ofurumhyggjusöm mamma og kannski pínu móðursjúk að koma með barnið á fyrsta degi til læknis og gaf í staðinn exta góðu skoðunina, svona til að róa móðursjúku mömmuna. Þetta er sennilega í fyrsta sinn á ævinni sem einhver er í minni fjölskyldu fer til læknis við fyrstu merki um krankleika. Ég hef nú frekar orð á mér fyrir að bíða of lengi - enda finnst mér yfirleitt að við ættum að geta hrist svona smámál af okkur. En núna liggur bara svo mikið undir - enginn tími í einhverjar langar og þrálátar pestir.
"Hann er að fá veirusýkingu, eða flensu. Og svo er hann á mörkunum í eyrunum en ég vil ekki meðhöndla það núna á meðan veirusýkingin er að koma", var niðurstaða læknisins sem sendi okkur heim með góð ráð. Þetta væri í alvörunni allt í lagi, barnið væri eiginlega varla veikt meira bara svona slappt, og ef hann er ekki verri en þetta er í lagi að taka hann með á þá atburði sem ég get ekki misst af. Svo reyndi læknirinn aðeins betur að sannfæra mig (sko þessa móðursjúku sem hleypur með barnið til læknis ef það hnerrar) að hún hefði sko séð marga mikið veikari og þó prinsinn væri aðeins fölari en venjulega virkaði hann hress og nokkuð hraustur. Þetta verður allt í lagi, í alvöru.
Móðursjúka mamman kom samt við í apótekinu til að fjárfesta í nefspreyi og hitastillandi - bara til að vera viss. Prinsinn skoppaði um sæll og glaður enda er ekkert eins skemmtilegt og spennandi og heimsókn til læknisins.
Annars held ég að ég hafi ekki haft gott af þessari læknisheimsókn ég hef örugglega smitast af einhverju innan um allt þetta veika fólk. Já, ég er búin að vera að drepast í maganum, illt í höfðinu, svo stíflaðist nefið og um leið og það opnaðist aftur var ég nærri köfnuð á hálskirtlunum sem ég var sannfærð um að hefðu þrefaldað sig, svo ég gat varla kinkt. Komin með hósta, slæmt merki. Ekki nóg með það heldur sannfærði ég sjálfa mig líka um það að ég þyrfti að gubba, væri komin með hita, pottþétt með beinverki og gott ef ekki eyrnabólgu líka. Panikkaði svo alveg þegar ég fattaði að búið var að loka apótekinu svo ég get ekki keypt meira og sterkara nefsprey - læknirinn segir að það hindri sko eyrnabólgu.
Reif allt útúr lyfjaskápnum í örvæntingarfullri leit að einhverju til að stöðva þessa drepsótt sem herjar á mig. Fann ekkert nema þurrkaðar rækju og vítamín fyrir kettina sem ég tróð í þá til að bjarga þeim frá flensunni. Settist óróleg við tölvuna og náði að gleyma mér í smá stund, nógu lengi til að róast og sjá að það var ekkert að mér... ekkert nema meira að paranoju og ímyndunarveiki... og prinsinn situr sæll og glaður og japlar á ís, engin veikleikamerki að sjá en til öryggis notuðum við nefspreyið... bara svona til að laga það sem hægt er...
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
hahaha, þú ert náttúrulega bara snillingur
eins gott svo fyrir þig að vera ekki veik á föstudaginn
Snjóka, 13.2.2008 kl. 09:23
aldeilis panikið kona - muna bara að anda með þessum látum.
Rebbý, 13.2.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.