11.2.2008 | 21:56
Náðist í skottið á okkur
Lyktin sem tók á móti mér var ekki sú skemmtilegasta heimi, ég lét útidyrahurðina standa opnar aðeins lengur en nauðsynlegt var og beit svo á jaxlinn og fór inn. Vissi svo sem hvað beið mín eftir rúmlega 12 tíma vinnudag... jebb, prinsinn kominn með gubbupest og sérlega klígjugjarn unglingur að passa.
Það var því ekkert annað að gera en drífa sig inn, elta gubburpollana um allt og byrja að þrífa. Verst að ég var að eyða tíma í gær í það að skúra öll gólf. Dreif í þvottvél og þurrkaði upp eins og óð manneskja áður en ég gaf mér tíma til að kíkja almennilega á sjúklinginn.
"Þetta var ekki skemmtilegur dagur, mamma", sagði hann hásri röddu með tárin í augunum. "Ég var með hósta og illt í höfðinu. Og með gubbupest og illt í maganum", hélt hann áfram og taldi um leið á puttunum sínum svo ég skyldi nú alvöru málsins. Ég bauð honum knús til að reyna að laga allavega kvöldið og bauð uppá frostpinna.
En útlitið er allavega ekki gott eins og er á þessum bæ. Hér hafa allir staðið af sér pestir vetrarins, ef maður telur ekki með "næstum því lungnabólgu" unglingsins í haust. En nú virðist þetta hafa náð okkur og það er sko klárlega engar ýkjur að barnið er svo hás að hann getur varla talað og ég er enn að furða mig á að allt þetta sem ég þurrkaði upp hafi komið úr einum maga. Nú er bara að krossa putta og vona að við losnum við þetta fljótt og vel - enda enginn tími í annað
Um bloggið
Vilma sjálf
Tenglar
Ég sjálf
Gamla bloggið mitt
- Gamla bloggið mitt Vilma Stína
Klúbbar og félög
Eitt og annað sem ég tengist
- Ofurhugar Kúlasta fólk í heimi
- Skógarkettir Skógarkattaklúbbur Íslands
- Kynjakettir kattaræktarfélag Íslands
Kisusíður
Hinar og þessar kisusíður
- Aliosha's Aliosha og Hrund
- Eldibrands Margrét Birna og hennar kisur
- Hlíðarenda Heimasíða Ásdísar
- Vetrarheims Heimasíðan mín
- Björgvinjar Áslaug vinkona mín á þessa síðu
Bloggarar
Hinir og þessir skemmtilegir
Athugasemdir
ææ, eigið alla mína samúð
Snjóka, 11.2.2008 kl. 22:34
Æi greyið mitt !
Bibba (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 12:37
eitt það versta sem ég veit er gubbupest svo prinsinn fær alla mína samúð
Rebbý, 12.2.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.