Gaman með mér

"Ertu að gera... hvað?", spurði Rebbý mig í gegnum símann.  Ég endurtók að ég væri að þrífa ofninn í eldhúsinu.  "Ja, en hvað þú átt spennandi líf á laugardagskvöldi", stundi hún - sjálf á leiðinni á eitthvað svakaspennandi söngdæmi.  Svo blöðruðum við smá meira þar til hún þurfti að drífa sig af stað.

Ég trítlaði inní eldhús og hélt áfram að þrífa ofninn (sko ekki þennan sem maður elda í heldur hinseginn ofn) með frumlegum aðferðum eins og að beita hárblásara.  Hæstánægð með þetta kvöld. Svo þegar ég var búin með ofninn dreif ég mig í næsta verk sem hefur ekki verið unnið á mínu heimili lengi.  

Allt í einu rann upp fyrir mér að ég var að skemmta mér alveg konunglega. Þar sem ég sat í jógastellingu á miðju eldhúsgólfinu með ipodinn glymjandi í eyrunum - svo hátt stilltan að ég heyrði ekki í sjálfri mér syngja með - hátt og falsk reikna ég bara með að það hafi verið.  Já, þarna sat ég á laugardagskvöldi, hæstánægð að brjóta saman fjall af plastpokum.  Mér finnst bara líka svo gaman að vera með sjálfri mér, skil svo vel minn eiginn húmor og móðgast aldrei við mig...  Og núna á ég best samanbrotnu poka á Íslandi.

Á tímabili hélt ég reyndar að væri að fá kast - þetta gat auðveldlega snúist yfir það, það byrjar oft með svona að detta í hug að þrífa eitthvað og þróast yfir í að rífa allt út úr skápum.  En ég sagði bara hátt og skýrrt NEI við sjálfa mig þegar mér datt í hug að kíkja í eldhússkápana og það virðist hafa dugað... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

þú ert yndisleg - smá biluð, en yndisleg
þau stóðu sig rosalega vel í söngnum í gær og bara fjör svo í bænum og dansaði og dansaði og bara gleymdi næstum að skoða strákana
mátt bara kíkja til mín í eldhússkápana næst þegar þú villt challange

Rebbý, 10.2.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband