Er ég geðklofi?

Kannski var ég munkur í fyrra lífi... kannski ekki.  En ég sé mig alveg fyrir mér sem svona einsetu munk sem lifði í ró og næði - í fullkomnum samhljómi við lífið og tilveruna.  Yfirveguð. 

Kannski var ég prinsessa í fyrra lífi... kannski ekki. En ég get nefnilega alveg séð mig fyrir mér sem ofdekraða prinsessu með kórónu, sem setur upp skeifu ef hún fær ekki það sem  hún vill.  Dramadrottning.

Kannski hef ég bara verið bæði, gæti nú verið gaman að renna yfir fyrri lífin og sjá svona hvernig ég hef þróast.  Það sem er allavega víst er að ég á lang, mjög langt, eftir í það að verða fullkomin - langt í það að verða bara almennileg.  Örugglega svona tíu eða tólf líf í það.

En sko tengingin við munkinn og dramatísku prinsessuna má finna í lífinu mínu í dag.  Ég hald alveg ró minni yfir rifrildum í kringum mig og vildi bara óska að fólk gæti sýnt hvoru öðru umburðarlyndi og væntumþykju - munkurinn í mér vill bara fljóta áfram og að fólk sé ekki fullt af heift og hatri.  

Prinsessan stingur svo út nefinu reglulega og bregður á leik - snýr hlutum á hvolf til að hafa allt eftir sinni hemtisemi.  Henni finnst að allir í kringum sig hljóti að vera til bara til að snúast í kringum hana og hennar vilja. 

Munkurinn hristir hausinn yfir þessar dramadrottningu og dramadrottningin setur upp skeifu þegar munkurinn vill ekki gera eins og hún vill.  Já, það er flókið að vera uppfullur af persónuleikum fyrri lífa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

haha  þvílíkir þankagangar í ofsaveðrinu
hvað með ofurhugann, ekki gleyma þeim persónuleika og ofurdaðrarinn

Rebbý, 8.2.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Vilma Kristín

ha, ha, já ofurdaðrarinn er svona tilbrigði við prinsessuna - og er bara dreginn fram á hátíðarstundum (held ég...)

Vilma Kristín , 8.2.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband