Við segjum já... líka...

Eyddi kvöldstund í skemmtilega saumaklúbbnum mínum.  Eftir óvenju fjölbreyttar, fjölskrúðugar og óvenjulegar umræður um allt frá klósettferðum karlmanna yfir í pólitík komumst við að niðurstöðu.  Upptendraðar af þeim 100 konum sem auglýstu í blöðunum að vera tilbúnar að taka að sér stjórnarsetu í fyrirtækjum komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta gætum við líka. Og við erum sniðugri en þær, já, við erum bara sjö sem þýðir að við getum notað mun stærra letur í okkar auglýsingu og við verðum þar af leiðandi mikið meira áberandi.  Nú þarf bara að henda auglýsingunni í blöðin, svo höllum við okkur aftur á bak og bíðum eftir girnilegum tilboðum. 

Auglýsingin mun hljóma eitthvað á þennan hátt:

 

Við undirritaðar, meðlimir í saumaklúbbnun "Eitt sinn vann ég hjá Hug",  segjum já takk við stjórnarsetu í fyrirtækjum þessa lands.  Við stöndum fyrir mikla reynslu af bara öllu mögulegu í heiminum og erum bæði sætar og klárar, aðalega klárar samt.  Við búum yfir miklu kvennlegu innsæi og heilbrigðri skynsemi, svo langt sem hún nær.  Við erum tilbúnar að leggja okkur fram að vera stilltar á fundum með dramatík þar sem það á við.  Getum einnig gefið góð ráð varðandi hárgreiðslur, hárkollur og fatastíl. Allar búum við yfir yfirgripsmikilli tölvu- og bókhaldskunnáttu sem kemur sér vel ef eiga á við fjárhagsbókhald.

Skilyrði fyrir að við tökum að okkur stjórnarsetu er að hafa aðgang að kvennaklósetti þar sem aldrei neinn karlmaður stígur inn til að gera eitt eða neitt og að vera boðið í veglegan hádegisverð allavega einu sinni í mánuði.  Mögulegt er að semja um greiðslur fyrir fundarsetu, tökum við öllu frá peningum yfir í skó. 

Vilma Valdasjúka, fjármálastjóri fjölskyldunnar Laufrima

Snjólaug Stjórnsama, framkvæmdastjóri Skósjúkra Breiðhyltinga

Arnheiður Alvitra, Eigandi og framkvæmdastjóri Öddu ehf.

Sigríður Svakaklára, fjármálastjóri barna og bús

Valdís Vitringur, forstöðumaður mæðgna hf.

Laufey LáttuMigRáða, Byggingarformaður og forstöðumaður nýbygginga Upp Við Vatn ehf.

Kristín Klárasta, Eigandi og stjórnarformaður Barnahópa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe ekki lengi að skella þessu saman! - Flott auglýsing!

Valdís Vitringur (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:19

2 identicon

hahaha snillingur.  Ég held að nú hrannist inn tilboðin til okkar

Snjoka (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:25

3 Smámynd: Laubba

Bíð við síman og tölvupóst, alveg viss um að tilboðin fljúga inn.....

Laufey LáttuMigRáða.

Laubba , 1.2.2008 kl. 08:54

4 identicon

já það er best að ég sendi á ykkur nýja emailið mitt svo hægt sé að áframsenda á mig tilboð um stjórnarsetur

Arnheiður Alvitra (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 15:57

5 identicon

Mér finnst þið alveg vera klárastar í öllum heiminum og allt það og ég held ekki að það séu til betri stjórnarformenn en hérna í alvöru talað... ætlið ÞIÐ að fara að gefa ráðleggingar um FATASTÍL ????

Bibba (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vilma sjálf

Höfundur

Vilma Kristín
Vilma Kristín
The Worrying kind
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband